fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Milljónasektir vegna lögbrota Landlæknis – Keyptu fyrir milljarða af Origo án útboðs

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 11:37

mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landlæknisembættinu hefur verið gert að greiða níu milljóna sekt vegna brota embættisins á lögum og reglum um opinber innkaup er fyrirtækið gekk til samninga við Origo vegna þróunar á heilbrigðiskerfinu Heklu, sem og þróun á Heilsuveru og fjarfundalausna.

Frá þessu greindi vefurinn Innherji nú í morgun og vísar í úrskurðinn sem Innherji hefur undir höndum.

Fyrirtækið Kara Connect ehf. kærði embættið til kærunefndar útboðsmála sem komst að fyrrgreindri niðurstöðu í gær. Mun Landlæknisembættið jafnframt þurfa að greiða Kara Connect 2 milljónir í málskostnað.

Segir í úrskurðinum að innkaupin án útboðs hafi numið yfir einum milljarði á fjögurra ára tímabili. Þá kemur fram að viðskiptin hafi varað árum saman og jafnvel lengur en tekið er til í úrskurðinum sjálfum.

Stofnandi Kara Connect er Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi. Lögmaður fyrirtækisins, Lára Herborg Ólafsdóttir, sagði í samtali við Innherja að ljóst væri að farið hafi verið illa með almannafé svo árum skipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Í gær

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Í gær

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós
Fréttir
Í gær

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar