fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
FókusKynning

Mi Iceland: Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir, Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. mars 2018 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Mi Iceland er viðurkenndur endursöluaðili á Íslandi fyrir kínverska snjalltækjaframleiðandann Xiaomi, Mi. Þó að merkið sé ekki ýkja þekkt eru tækin gífurlega vinsæl. „Mi hafa verið að rokka frá 3. upp í 5. sæti sem stærstu farsímaframleiðendur í heiminum síðustu ár. Þeir hafa átt Asíumarkaðinn nokkurn veginn frá byrjun en í seinni tíð eru þeir einnig að verða mjög stórir í Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Örvar Blær Guðmundsson, framkvæmdastjóri Mi Iceland.

Mi framleiðir miklar gæðavörur en þar sem merkið er ekki jafnþekkt og til dæmis Samsung eða Apple þá eru þessar vörur yfirleitt mun ódýrari en þekktari merki í sama gæðaflokki: „Þú ert liggur við að fá þrefalt meiri gæði miðað við annað tæki í sama verðflokki,“ segir Örvar. Mi snjallsímarnir nota Android stýrikerfið eins og flestir aðrir snjallsímar í dag.

Mi framleiðir margar mismunandi vörur og er óhætt að segja að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Snjallsímarnir eru í nokkrum verðflokkum og hægt er að fá mjög góðan snjallsíma fyrir aðeins 25.000 krónur. Með slíkum síma er hægt að gera allt sem maður notar hefðbundinn snjallsíma í, rafhlaðan er endingargóð og myndavélin er sérlega góð, sem er mjög eftirsóttur kostur í snjallsímum í dag.

Þá má nefna vinsælasta símann hjá Mi Iceland sem er Mi A1. Sá sími er afrakstur samstarfs Xiaomi og Google. Stýrikerfið heitir AndroidOne og er óbreytt útgáfa af Android sem margir snjallsímaáhugamenn telja stóran kost. Einnig styður hann hraðhleðslu, er með tvöfalda myndavél að aftan og fæst í þremur litum.

Eitt áhugavert og sniðugt tæki fyrir öll heimili er Yi Home Camera. Þessi einfalda öryggismyndavél tengist þráðlausu neti og þannig er hægt að fylgjast með úr henni hvar sem er í heiminum. Myndavélin getur svo sent tilkynningar þegar hún skynjar hreyfingu ásamt því að taka upp á minniskort og á öruggan vefþjón fyrir lítið gjald.

Ein skemmtilegasta nýjungin hjá þeim er ryksugu-róbótinn Mi Robot Vacuum 2. Þetta ryksuguvélmenni hefur töluvert meiri sogkraft og stærri rafhlöðu en iRobot Roomba sem kostar allt að tvöfalt meira. Það má svo ekki gleyma því að ryksugan moppar einnig gólfið sem er sjaldséð hjá slíkum vélmennum.

Mi Iceland er vefverslun sem sendir hvert á land sem er og er enginn sendingarkostnaður. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni www.mii.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7