fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Hækkandi hitastig ógnar kaffirækt, hneturækt og lárperurækt

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 17:30

40 tonn af lárperum, það er nú ansi mikið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna hnattrænnar hlýnunar verður ekki hægt að rækta kaffibaunir, kasjúhnetur og lárperur á sumum svæðum þar sem ræktun fer fram í dag. Hugsanlega eru aðeins nokkrir áratugir í að staðan verði orðin þannig að ræktun verði ekki lengur möguleg.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem vísindamenn tengdu saman spár um loftslagsbreytingarnar og upplýsingar um jarðveg á ýmsum svæðum til að gera reiknilíkan af hvernig ræktunarstaðan verður árið 2050. Rannsóknin leiddi í ljós að á öllum kaffiræktarsvæðum munu ræktunarskilyrðin fara versnandi, þar á meðal í Brasilíu, Víetnam, Indónesíu og Kólumbíu.

Hvað varðar ræktun kasjúhneta þá verða ræktunarsvæði í löndum á borð við Indland, Fílabeinsströndina og Benín ekki eins sjálfbær og áður og það sama á við um ræktunarsvæði lárpera í Perú og Indónesíu meðal annars.

Á móti kemur að ný ræktunarsvæði geta orðið til hærra yfir sjávarmáli samfara hlýnun og á öðrum breiddargráðum. Þar gætu Bandaríkin, Argentína, Kína og ríki í austanverðri Afríku komið sterk inn. The Guardian skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“