fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Spáir vondri færð og svakalegri hálku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 11:00

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru snjór og klaki framundan,“ segir Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, í spjalli við DV. Gífurlega mikill snjór er núna á höfuðborgarsvæðinu og suðurlandi en nú dregur úr úrkomu í bili og það er byrjað að hlýna. Búast má við töluverðu hvassviðri í eftirmiðdaginn sem mun valda skafrenningi.

Sjá einnig: Færðin gæti orðið ennþá verri í eftirmiðdaginn

„Það eru horfur á suðaustanstormi í kvöld og fram á nótt á suðvesturlandi. Það fylgir honum einhver úrkoma, en það er ekki víst að hún verði mikil,“ segir Haraldur um veðurhorfur næsta sólarhring. Það kólnar aftur ofan í skammvinn hlýindi og því má búast við miklum klaka:

„Úrkoman fer yfir í slyddu eða rigningu svo það blotnar dálítið í snjónum, en svo kólnar aftur, strax fyrir fótaferð, svo það tekur ekki mikið upp af þessum snjó sem kominn er,“ segir Haraldur sem spáir afleitri færð:

„Þetta gæti orðið skólabókardæmi um klakamyndun. Það margborgar sig að moka þeim snjó sem kemur í dag burt af tröppum og stéttum, annars er hætt við langlífum klaka.“

Varðandi veðurhorfur næstu daga segir Haraldur:

„Fram eftir vikunni verður hann svo um eða undir frostmarki. Engir stormar eru sjáanlegir, en líklega kastar hann úr sér éljum öðru hverju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga