fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Spáir vondri færð og svakalegri hálku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 11:00

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru snjór og klaki framundan,“ segir Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, í spjalli við DV. Gífurlega mikill snjór er núna á höfuðborgarsvæðinu og suðurlandi en nú dregur úr úrkomu í bili og það er byrjað að hlýna. Búast má við töluverðu hvassviðri í eftirmiðdaginn sem mun valda skafrenningi.

Sjá einnig: Færðin gæti orðið ennþá verri í eftirmiðdaginn

„Það eru horfur á suðaustanstormi í kvöld og fram á nótt á suðvesturlandi. Það fylgir honum einhver úrkoma, en það er ekki víst að hún verði mikil,“ segir Haraldur um veðurhorfur næsta sólarhring. Það kólnar aftur ofan í skammvinn hlýindi og því má búast við miklum klaka:

„Úrkoman fer yfir í slyddu eða rigningu svo það blotnar dálítið í snjónum, en svo kólnar aftur, strax fyrir fótaferð, svo það tekur ekki mikið upp af þessum snjó sem kominn er,“ segir Haraldur sem spáir afleitri færð:

„Þetta gæti orðið skólabókardæmi um klakamyndun. Það margborgar sig að moka þeim snjó sem kemur í dag burt af tröppum og stéttum, annars er hætt við langlífum klaka.“

Varðandi veðurhorfur næstu daga segir Haraldur:

„Fram eftir vikunni verður hann svo um eða undir frostmarki. Engir stormar eru sjáanlegir, en líklega kastar hann úr sér éljum öðru hverju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst