fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Guðlaugur rifjar upp óborganlegan fund með Boris Johnson – „Þið eruð ekki bestu vinir okkar í Evrópu,”

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 11. febrúar 2022 18:00

Boris Johnson Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra,  var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni og fór á kostum með skemmtilegum sögum frá pólitískum ferli sínum.

Meðal annars rifjaði ráðherrann upp óborganlega fund með Boris Johnson og fleiri breskum ráðamönnum um það leyti sem Brexit-málin voru í algleymingi. Líkti Guðlaugur Þór við för sinni við frásögn úr Egilssögu þar sem Egill Skallagrímsson og bræður hans úr Borgarnesi börðust undir merkjum ensks kongungs og vildi ráðherrann meina að að orrustan væri upphafið að breskri þjóðernishyggju.

Borgnesingnum Guðlaugi fannst því viðeigandi að færa Boris mynd af Churchill á Íslandi enda breski forsætisráðherrann  rómaður aðdáandi forvera síns í embætti.

Fauk í Boris

Guðlaugur rakti síðan eftirfarandi samtal milli ráðherrann sem fram fór á ensku:

Boris: What was Churchill doing in Iceland?

Guðlaugur: That was when you invaded us.

B: Invaded you! Why did you invade Iceland?Þrumaði Boris þá yfir greyið embættismennina sem sukku niður í sætin sín. Hann fór í kjölfarið að biðjast afsökunar á hernáminu

B: „I’m terribly sorry“

Guðlaugi var þá ekki farið að lítast á blikuna og hóf að draga í land. Hann benti á að Bretar hefðu hjálpað okkur líkt og við hjálpuðum þeim á tímum víkinganna og vísaði þar með í bardagagleði Borgnesinga.

Aftur þrumaði Boris: „Helping us!? You raided our churches and raped our women! You helped us in a really peculiar way!“

Óborganleg uppákoma

Guðlaugur Þór segir að þrátt fyrir þessa óborganlegu uppákomu hafi undirtónn fundarins verið alvarlegur. Blikur voru á lofti í alþjóðamálum mikilvægt var að passa að ekki yrði rof á viðskiptum milli landanna ef Bretar segðu sig úr Evrópusambandinu, sem þeir að lokum gerðu.

Fundinum lauk svo á góðum nótum en Boris varð þá að orði: „You are not our best friend in Europe, you are our only friend in Europe.“

 

Hér má hlusta á hlaðvarpið Chess After Dark í heild sinni en Guðlaugur minntist til að mynda á það þegar líka þegar hann reitti Putin til reiði. 

Frásögn Guðlaugs Þórs af fundinum með Boris byrjar á mínútu 12.43 í upptökunni hér fyrir neðan.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“