fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Svartidauði varð hugsanlega ekki eins mörgum að bana í Evrópu og áður hefur verið talið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. febrúar 2022 21:00

Svartidauði. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svartidauði reið yfir stóran hluta heimsins á fjórtándu öld og varð miklum fjölda fólks að bana. En hugsanlega varð hann ekki alveg svo mörgum að bana sums staðar í Evrópu og áður hefur verið talið.

Það hefur lengi verið almenn skoðun vísindamanna að faraldurinn hafi orðið allt að helmingi Evrópubúa að bana á árunum 1347 til 1352. Hann hafði mikil áhrif á samfélagsgerð og trúarbrögð og því urðu miklar samfélagslegar breytingar í kjölfar hans.

The Independent segir að í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í Nature Ecology, komi fram að faraldurinn hafi hugsanlega ekki orðið eins mörgum að bana og talið hefur verið fram að þessu.

Vísindamenn við þýsku Max Planck stofnunina rannsökuðu frjókorn frá 261 stað í 19 Evrópuríkjum til að sjá hvernig landslag og landbúnaður breyttust frá 1250 til 1450. Þeir rannsökuðu rúmlega 1.600 sýni frá þessum stöðum til að kanna í hversu miklu magni mismunandi plöntur hafa vaxið þar en út frá þessum upplýsingum gátu þeir séð hvort landbúnaður á þessum svæðum hefði haldið áfram í óbreyttu formi eða stöðvast eða hvort villtar plöntur hefðu sótt í sig veðrið þegar minni ágangur varð af mannavöldum.

Þeir komust að þeirri niðurstöðu að á mörgum svæðum í Mið- og Austur-Evrópu og hlutum Vestur-Evrópu, þar á meðal Írlandi og Íberíuskaga, hafi landbúnaður haldið áfram í nokkuð óbreyttri mynd eftir faraldurinn. Í hlutum Póllands, Eystrasaltsríkjanna og miðhluta Spánar var vöxtur í landbúnaði á þessum tíma. Telja þeir að út frá þessum gögnum megi ráða að mannfall hafi ekki verið eins mikið á þessum svæðum og víða annars staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“