fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Ástandið í Eflingu og SÁÁ: „Þarf ekki alltaf að fara með rifrildi út á svalir í blokkinni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. febrúar 2022 12:20

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástandið í Eflingu og SÁÁ, samtökum sem mjög hafa verið í fréttum í vikunni, var til umræðu í Silfrinu á RÚV í dag.

Stjórnandinn, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, sem verður hér eftir með þáttinn annan hvorn sunnudag, á móti Agli Helgasyni, spurði Aðalheiði Ámundadóttur, fréttastjóra Fréttablaðsins, út í úttekt sem sálfræðistofan Líf og sál gerði fyrir Eflingu. Skýrslunni var lekið í fjölmiðla en í henni kemur fram að vinnuandi á skrifstofu Eflingar hafi verið afar slæmur og ásakanir séu uppi um einelti og andlegt ofbeldi. Sigríður spurði Aðalheiði hvort hún teldi að tímasetning skýrslunnar væri tilviljun, framundan eru kosningar til stjórnar og formannsembættis Eflingar, þar sem þrír listar takast á, þar á meðal listi Sólveigar Önnu og hennar fólks.

Aðalheiður sagði að það liti ekki út þannig að eðlilegur framgangur hefði verið í birtingu upplýsinganna, það sé ekki meginreglan að gögn sem þessi birtist opinberlega, einhverjir hafi haft hagsmuni af því að þetta færi út og á þessum tíma.

Aðalheiður benti enn fremur á að Sólveig Anna hefði barist eins og ljón fyrir sína félagsmenn í formannstíð sinni en síðan sé allt undir af því það logi allt á skrifstofu félagsins vegna starfsmannamála þar.

Varðandi átökin í SÁÁ þá benti Aðalheiður á ákveðna þversögn í annars vegar uppbyggingu starfs samtakanna og hins vegar ásýnd þeirra. Starfið byggi allt á þeirri gamalgrónu hugmynd að alkóhólistar í bata hjálpi hver öðrum. Það leiði til þess að félagsmenn séu flestir óvirkir alkóhólistar og enginn þeirra eigi flekklausa fortíð. Á sama tíma sé komin upp samfélagsleg krafa um flekklausa ásýnd samtakanna.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði að margt virðist krauma undir innan SÁÁ og mikill vilji virðist vera til þess að fara með mál sem mest út á við. „Það þarf ekki alltaf að fara með rifrildi út á svalir í blokkinni,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði deilurnar vera hatrammar og persónulegar: „Þetta er persónulegt og mjög hatrammt, þetta meiðir samtökin og meiðir þeirra mikilvæga starf.“

Varðandi uppsögn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur úr stjórn samtakanna og þá ákvörðun hennar að hætta við formannsframboð á síðustu stundu, í skugga sögusagna um vændiskaupanda sem hefðu verið bornar á Kára Stefánsson, þá sagði Þorhjörg að Þóra hefði ef til vill fengið þarna mögulega spegilmynd á andann innan samtakanna og þess vegna tekið þessa ákvörðun. Augljóslega væri mikil harka í þeim deilum sem geisa innan SÁÁ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni