Lögin sem keppa til úrslita í Söngvakeppi RUV, sem hefst 26. febrúar, voru kynnt í gær. Sigurvegari keppninnar verður fulltrúi Íslands í Júróvisionkeppninni 2022 sem fer fram í Torino á Ítalíu. Fyrri undankeppnin í Torino verður 10. maí, seinni undankeppnin 12. maí og aðalkeppnin laugardaginn 14. maí
Raunar var öllum íslensku lögunum lekið þannig að hægt var að hlusta á þau strax í gærmorgun en þau voru formlega kynnt til sögunnar í þætti á RUV í gærkvöldi.
Tíu lög voru valin til að keppa til sigurs. Þeirra á meðal er lag Haffa Haff sem á íslensku kallast Gía en á ensku Volcano.
Athygli hefur vakið að í textanum gerir Haffi Haff sér lítið fyrir og gefur uppskrift að hummus. Uppskriftina er bæði að finna í íslenska og enska textanum en hún er svohljóðandi:
Ólívuolía, kjúlla-baunir,
salt, pipar, cumin, hvítlaukur,
cayenne pipar, ekki gleyma sítrónu.
Simm salla bimm!
Verði þér að góðu!Frábær máltíð í ferðalag
á meðan þú hlustar á þetta lag.
Hækkaðu það í botn
ég bilast með íslensku stolti.
Á ensku er textinn svona:
Olive oil, garlic, chick peas,
salt, cumin, little lemon,
cayenne pipar and then put it in a blender.
Simm salla bimm!
You´ve got hummus!Delicious for a hike to the mountain,
try not to fall into the lava fountain.
My hummus is on fire!
Here everything catches on fire!
Það má segja að Haffi Haff gefi heldur hefðbundna uppskrift í textanum en í seinni tíð hafa margir bætt til að mynda rauðbeðum eða avókadó við upprunalegu uppskriftina. Það er hins vegar ljóst að Haffi Haff kemur sterkur inn, bæði hvað varðar flott lag og frumlegan texta enda eru eflaust fá fordæmi þess að fólk syngi inn uppskriftir í Júróvisíonkeppninni.
Með því að smella hér getur þú hlustað á lagið hans bæði á íslensku og á ensku.
Við hvetjum fólk síðan til að horfa á keppnina með góðum skammti af hummus!