fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Vinkona Sunnevu neitaði að opna kassann – „Ég er ekki að fara að hleypa þér út“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 29. janúar 2022 17:02

Sunneva Ása Weisshappel - Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar listakonan Sunneva Ása Weisshappel var 22 ára gömul varð hún fyrir heilsufarslegu áfalli sem orsakaði ofsakvíða hjá henni. Í útvarpsþættinum Lestinni á Rás 1 segir hún frá því hvernig hún sigraðist á ofsakvíðanum með listinni.

Sunneva segir að hún hafi uppgötvað að hún þurfti að framkvæma það sem hún óttaðist í raunveruleikanum. Hún fór því af stað með tuttugu gjörninga þar sem hún notaðist við kindablóð og kindafitu og bjó til málverk og skúlptúra. Á þessum tíma gat Sunneva ekki séð blóð án þess að falla í yfirlið og fá kvíðakast yfir dauðanum og því sem tengist honum.

Hún segist hafa gert þetta til þess að framkalla kvíðaköst hjá sér. „Í þessu ferli bæði lækna ég mig af ofsakvíða, hef ekki fengið ofsakvíðakast síðan, og ég uppgötvaði eitthvað tungumál í listinni. Ég upplifði minn sannleika,“ segir hún.

„Ég er ekki að fara að hleypa þér út“

Eftir að Sunneva tókst á við ofsakvíðann með þessum hætti ákvað hún að takast á við innilokunarkennd. Hún ákvað að drekkja sér í sykri með hjálp vinkvenna sinna í gjörningi sem nefnist Sugar Wounds.

Lesa meira: Sugar Wounds: „Heimur sem leitast við að ögra skilningarvitum og hugarheimi áhorfandans“

Sunneva lokaði sig inni í kassa úr plexigleri og svo helltu vinkonur hennar yfir hana sykrinum fyrir framan hundrað manns. Í miðjum gjörningnum fékk Sunneva kvíðakast en það hafði ekki gerst áður í miðjum gjörningi.

Hún snéri sér þá að bestu vinkonu sinni og biður hana um að hætta að hella sykrinum yfir sig. „Hættu, opnaðu kassann og hleyptu mér út,“ sagði hún við vinkonu sína en hún neitaði. „Sunneva, þú ert ekki að fara út úr þessu, ég er ekki að fara að hleypa þér út,“ sagði vinkonan.

Vinkonurnar hættu þó að hella sykrinum á meðan Sunneva náði að róa sig niður. „Ég tók stjórn á sjálfri mér inni í aðstæðum og svo héldu þær áfram. Ég er mjög fegin að hún bannaði mér að fara út. En þarna ætlaði ég að bugast. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef algjörlega bugast inni í aðstæðum en þarna var besta vinkona mín sem hjálpaði mér að komast í gegnum þetta,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skítamál Kópavogs og Garðabæjar enn þá óleyst – Sprettsmenn segja að bæirnir verði að taka við taðinu

Skítamál Kópavogs og Garðabæjar enn þá óleyst – Sprettsmenn segja að bæirnir verði að taka við taðinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms
Fréttir
Í gær

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“
Fréttir
Í gær

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”