fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Hanna Björg „algjörlega miður“ sín vegna framkomu sinnar í Kastljósinu – „Ég virkaði hrokafull og dónaleg“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 28. janúar 2022 13:30

Hanna Björg (t.v.) og Sigga Dögg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur nú beðið Siggu Dögg afsökunar á framkomu sinni í hennar garð í Kastljósinu í gær.

Hanna Björg hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir orð sem hún lét falla í garð Siggu Daggar í gær og sökuð um hroka og dónaskap. Sigga Dögg birti í kjölfarið myndband á Instagram þar sem hún þakkaði stuðningin og sagði að aldrei í hennar lífi hafi verið talað til hennar með viðlíka hætti og Hanna Björg gerði í gær.

Sjá einnig: Sigga Dögg með tárvotar kinnar eftir Kastljósið – „Ég hef aldrei lent í því að það sé talað svona til mín og við mig“

Hanna hefur nú gengist við því að vera dónaleg og birti afsökunarbeiðni á Facebook:

„Ég er algjörlega miður mín eftir Kastljós þáttinn í gær. Frammistaða mín var ekki góð – ég virkaði hrokafull og dónaleg, ég axla fulla ábyrgð á því. Mér finnst ömurlegt að hafa dottið í þennan pytt – og þarna sýndi ég konu sem ég vil alls ekki vera. Ég bið Siggu Dögg hér með afsökunar í allri einlægni.“

Sjá einnig: Hanna Björg gagnrýndi Siggu Dögg harðlega í Kastljósi – „Þú normalíserar ofbeldishegðun og ég er á móti því“

Hanna tekur fram að Sigga Dögg hefur gert frábæra hluti og framlag hennar til kynfræðslu sé mikilvægt. Gagnrýni Hönnu hafi snúist um viðhorf Siggu til kláms og kyrkinga í kynfræðslu, en við þá gagnrýni stendur Hanna enn.

„Það er rétt að taka fram, og hefði kannski átt að koma fram miklu fyrr, mér finnst Sigga Dögg hafa gert frábæra hluti, sett mál á dagskrá og komið með nýjan tón í kynfræðslu – þetta met ég. Gagnrýnin snerist um viðhorf Siggu Daggar til kláms og kyrninga í kynfræðslu. Við þessa gagnrýni stend ég um leið og ég harma að frammistaða mín í gærkvöldi hafi kæft málefnalega umræðu um kynfræðslu – mikilvæg sem hún er.“

Að lokum tekur Hanna Björg fram að hún líti ekki á BDSM sem ofbeldi.

„BDSM er ekki ofbeldi“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Í gær

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum