fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Hanna Björg gagnrýndi Siggu Dögg harðlega í Kastljósi – „Þú normalíserar ofbeldishegðun og ég er á móti því“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 22:00

Hanna Björg (t.v.) og Sigga Dögg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðingur hefur gagnrýnt í grein sem hefur farið víða í dag framgöngu kynfræðingsins Sigríðar Daggar, Siggu Daggar, í kynfræðslutímum í skólum. Hanna Björg segir Siggu Dögg normalísera ofbeldishegðum með því að ræða um blæti á borð við kyrkingartök í kynlífi sem eðlilegan hlut.

Hanna Björg og Sigg Dögg tókust á í Kastljósi í kvöld og þar sló Hanna Björg ekkert af gagnrýni sinni. „Við erum að gagnrýna kynfræðslu sem miðar að því að kenna nemendum að kyrkja. Nemendahóparnir eru mjög fjölbreyttir. Við erum með nemendur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, við erum með nemendur sem hafa orðið vitni að heimilisofbeldi og við erum með nemendur sem hafa ekki einu sinni farið í sleik. Að gangast inn í ofbeldismenninguna með því að normalísera og gefa því ákveðið lögmæti að kyrkja, þó að það sé á öruggan hátt, það teljum við bara fráleitt að sé innan skólakerfisins,“ sagði Hanna Björg.

Segir hún að gera ætti nemendur meðvitaða um alla þá skaðlegu ofbeldismenningu sem sé allt í kringum þá, t.d. klám og nauðgunarmenningu. „Við vitum að kynferðisofbeldi gegn konum er faraldur. Þetta hefur sýnt sig mjög skýrt undanfarið.“ Sagði Hanna óásættanlegt að skólakerfið væri að gangast við klám- og ofbeldismenningu.

„Ég kenni ekki kyrkingar í kynfræðslu“

Sigga Dögg svaraði fyrir sig og sagði: „Ég kenni ekki kyrkingar í kynfræðslu. Þegar þetta kemur upp og við erum að tala um samþykki og hvernig á að tala um samþykki og hvernig á að tala um mörk, þá gef ég stundum nokkra valkosti eða ég tek það sem þau biðja að fjallað sé um. Þannig að það er enginn að kenna kyrkingar. Þetta er umræða um þetta samþykki og mörk, hvernig við setjum það, hvernig við virðum það, hvernig erum við ólík í kynlífi, og ég átta mig alveg á fjölbreytileika hópsins enda er ég búin að vinna við þetta í 12 ár um allt land.“

Varðandi kyrkingarnar sagði hún ennfremur: „Þetta er eitthvað sem ég hef talað örsjaldan um í örfáum kennslustundum af því þetta var svo stórt í dægurmálum á tímabili og þá fannst mér ég verða að stíga inn í þetta, af því það voru allir til dæmis að raula lag þar sem fjallað var um þetta. Og svo kemur TikTok og þar er alls konar umræða sem maður þarf að taka og grípa.“

Hanna Björg beindi spjótum sínum að Siggu Dögg og sagði: „Við vitum báðar hver hugmyndafræði þín er. Þú ert einhvern veginn á klámvæðingarlínunni.“

Hún lagði jafnframt áherslu á að börn og unglingar lifðu í klámvæddum heimi og það þyrfti að gera þeim grein fyrir valdatengslum og þrýstingnum sem er á ungmenni til að hegða sér á ákveðinn hátt. Gera þyrfti nemendum grein fyrir staðalmyndum og útlitsdýrkun.

Sigga Dögg reyndi að koma þeim skilaboðum til Hönnu Bjargar að hún væri einmitt að kenna nemendum um alla þessa samfélagstengdu þætti en Hanna Björg svaraði henni með þessum orðum:

„Þú normalíserar ofbeldishegðun og ég er á móti því. Það er bara þannig.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás
Fréttir
Í gær

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum