fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Tvær stúlkur í skógarferð gerðu skelfilega uppgötvun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 06:07

Tomasz Dembler

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. apríl síðastliðinn voru tvær ungar stúlkur í skógarferð í Normanby í Yorkshire á Englandi. Þær sáu skyndilega tær standa upp úr jörðinni. Þar reyndist 39 ára maður hafa verið grafinn í grunnri gröf. Búið var að saga hendurnar af honum.

Mirror skýrir frá þessu en nú standa yfir réttarhöld yfir fimm manns sem eru ákærð fyrir að hafa myrt manninn sem hét Tomasz Dembler. Hann var frá Póllandi en hafði búið í Englandi undanfarin 20 ár.

Lík hans var illa leikið. Hann var hryggbrotinn, efri kjálkinn var brotinn og 15 rifbein voru brákuð. Hendurnar voru líklega sagaðar af eftir að hann lést. Þetta kom fram fyrir dómi í vikunni. Einnig kom fram að niðurstaða krufningar hafi verið að sparkað hafi verið ítrekað í Dembler og trampað á honum. Áverkarnir á hálsi hans hafi líklega verið eftir handlegg árásarmanns.

Saksóknarar segja að Dembler hafi verið myrtur aðfaranótt sunnudagsins 21. mars, ekki löngu eftir að vinkona hans hafði hringt í hann og beðið hann um að skutla sér. Dembler, sem var fráskilinn og átti eitt barn, sagði vinkonunni að hann væri í samkvæmi í Middlesbrough og gæti ekki hjálpað henni.

Hann var myrtur þessa nótt eða snemma morguns að mati saksóknara og grafinn daginn eftir nærri Flatts Lane Country Park. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að hin ákærðu fóru sex bílferðir frá heimili Dembler og Flatts Lane eftir morðið.

Hin ákærðu eru á aldrinum 37 til 41 árs. Fjórir karlar og ein kona. Öll af pólskum uppruna en búsett á Englandi. Þau neita öll sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat