fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Óvænt niðurstaða norskrar rannsóknar – Kórónuveiran var hugsanlega til staðar í Noregi 2019

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 18:30

Kórónuveiran skæða er enn á sveimi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Ahus háskólasjúkrahúsið í Noregi hafa fundið mótefni gegn COVID-19 í blóðsýnum frá því í desember 2019 en fyrsta staðfesta tilfelli COVID-19 í Evrópu var mánuði síðar.

„Þetta kom mjög á óvart. Við rannsökuðum blóðsýni aftur til desember til að vera viss um að fara nægilega langt aftur í tíma. Við áttum því ekki von á að fá jákvæða svörun svona snemma,“ er haft eftir Anne Eskild, verkefnastjóra rannsóknarinnar, í fréttatilkynningu sem var birt á heimasíðu Ahus.

Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar í Evrópu hefur fram að þessu verið talið hafa verið staðfest 27. janúar 2020 og fyrsta staðfesta tilfellið í Noregi var 24. febrúar 2020.

Blóðsýnið, sem vísindamennirnir við Ahus fundu mótefnið í, er frá því á sama tíma og fyrsta tilfelli veirunnar var staðfest í Kína.

Blóðsýnin, sem voru rannsökuð, voru tekin úr barnshafandi konum á Ahus frá því í desember 2019 fram í desember 2020. Blóðsýni eru tekin úr öllum barnshafandi konum í Noregi til að rannsaka hvort þær séu með sýfilis. Sýnin eru síðan geymd í því skyni að hægt sé að rannsaka þau síðar ef þörf þykir vegna eftirlits með smitsjúkdómum.

Vísindamennirnir rannsökuðu blóð úr 6.520 konum og var mótefni gegn kórónuveirunni í 98 sýnum. Vísindamennirnir segja að reikna megi með að einhver hluti svaranna hafi verið falskur en allt bendi samt sem áður til að veiran hafi verið komin til Noregs 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“