fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

SÞ segja að Íranar smygli vopnum til uppreisnarmanna í Jemen

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. janúar 2022 13:00

Miklar hörmungar eru í Jemen vegna borgarastyrjaldarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í drögum að nýrri skýrslu á vegum öryggisráðs SÞ kemur fram að Íran brjóti gegn vopnasölubanni SÞ og útvegi uppreisnarmönnum úr röðum Húta  í Jeman vopn en þar hefur borgarastyrjöld geisað árum saman.

Wall Street Journal komst nýlega yfir drög að skýrslunni og birti upplýsingar úr henni. Fram kemur að bærinn Jask, sem er við suðvesturströnd Íran, hafi verið miðstöð vaxandi útflutnings á ávöxtum og grænmeti til Óman um árabil. 2008 kom íranski flotinn sér upp aðstöðu þar og á síðasta ári var ný olíuútflutningsmiðstöð tekin í notkun þar. En Jask virðist einnig koma við sögu í öðrum útflutningi sem þolir illa dagsljós.

Í skýrslunni, sem sérfræðingahópur vinnur að, kemur fram að íranski byltingarvörðurinn noti Jask sem miðstöð vopnaútflutnings til Jemen og fleiri ríkja. Vopnin eru meðal annars flutt með litlum bátum. Bandaríkjamenn hafa árum saman reynt að loka smyglleiðunum til Jemen og hafa tekið nokkra af þessum litlu bátum og fundið vopn í þeim.

Í maí á síðasta ári stöðvuðu Bandaríkjamenn einn slíkan bát sem í voru um 2.600 vélbyssur, kínverskir leyniskytturifflar og 194 íranskar sprengjuvörpur. Einnig voru sjónaukar frá Hvíta-Rússlandi í bátnum en þeir voru seldir til íranska hersins frá 2016 til 2018 að sögn hvítrússneskra yfirvalda. Annar bátur var tekinn í febrúar á síðasta ári. Um borð í honum voru 3.700 vélbyssur sem eru taldar hafa verið framleiddar í Íran.

Þessi linnulausi straumur vopna frá Íran hefur gert að verkum að Hútar hafa náð undirtökum í borgarastyrjöldinni en þeir ráða nú lögum og lofum í höfuðborginni Sanaa, hafnarborginni Hodeidah og gera sig líklega til að ná Maribhéraði á sitt vald en þar er megnið af olíulindum Jemen. Hútar eru sjítar eins og Íranar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“