fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Mögnuð uppgötvun vísindamanna – „Hvernig hefur enginn séð þetta áður?“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. janúar 2022 22:00

Skjáskot/YoutTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en Autun Purser og fleiri vísindamenn héldu af stað í rannsóknarferð á Weddel-haf við Suðurskautslandið í fyrra hafði stærsta byggð ísfiska, eða Champsocephalus gunnari eins og þeir heita á latnesku, talið einungis um 60 hreiður. Þessi hópur vísindamanna sem fór í ferðina var því að vonum hissa þegar þeir fundu aðra og mun stærri byggð ísfiska í leiðangrinum.

Byggðin hefur verið kölluð „ísfiskastórborg“ enda er hún gríðarlega stór. Talið er að um 60 milljón hreiður séu í byggðinni og að hún sé dreifð yfir svæði sem er um það bil 239 ferkílómetrar að stærð. Til viðmiðunar er öll Reykjavík um 273 ferkílómetrar.

Um þrír fjórðu hreiðranna voru í vörslu ísfisks og að meðaltali voru um 1735 egg í hverju hreiðri sem ísfiskarnir voru að fylgjast með. Einn fjórði hreiðranna voru með eggjum í en engum fiski sem fylgdist með þeim, eða þá voru rotnandi fiskar í hreiðrunum.

Djúpsjávarlíffræðingurinn Autun Purser, forsvari rannsóknarleiðangursins, segir að hópurinn hafi búist við að sjá ekkert nema venjulegan sjávarbotn suðurskautsins en þess í stað hafi þau séð „ekkert nema fiskahreiður“ í fjóra klukkutíma. „Við hugsuðum bara með okkur hvort þetta myndi einhvern endi taka,“ segir Purser í samtali við New York Times um málið. „Hvernig hefur enginn séð þetta áður?“

Talið er að umrædd byggð þjóni mikilvægum tilgangi í vistkerfi Weddel-hafsins þar sem hreiðrin eru í raun máltíð fyrir stærri fiska. Þá er talið að fleiri svipaðar byggðir séu til en óuppgötvaðar.

„Djúphafið er ekki ein stór auðn, þar er nóg af lífi,“ segir Purser. „Sú staðreynd að það eru svona stór vistkerfi sem við vissum ekki af sýnir bara hversu mikið er þarna úti sem á enn eftir að uppgötva.“

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir byggðina sem var uppgötvuð í leiðangrinum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð