fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Það er hollt að fara í kalda sturtu eða bað

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 14:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nú ekki það allra notalegasta að skella sér undir ískalda sturtu að morgni dags en það á samt að vera hollt og gott fyrir líkamann og eflaust heilann. En þessu fylgir ákveðinn heilsufarslegur ávinningur

Stór hollensk rannsókn leiddi í ljós að fólk sem fer í kalda sturtu að morgni er síður líklegt til að vera frá vinnu vegna veikinda en þeir sem fara í heita sturtu.

Tékknesk rannsókn leiddi í ljós að kaldar sturtur eða böð að morgni til styrkja ónæmiskerfið og eiga þar með sinn þátt í að halda sjúkdómum frá. Rannsóknin byggðist á því að vel á sig komnir ungir menn fóru í kalt bað þrisvar í viku í sex vikur. Það styrkti ónæmiskerfi þeirra aðeins. Þörf er á frekari og stærri rannsóknum á þessu.

Rannsókn frá 2020 sýndi að ef þátttakendur fóru í kalt bað eftir líkamsrækt batnaði blóðflæði til og frá vöðvum þeirra á fjórum vikum.

Þá benda niðurstöður rannsókna til að kalt bað geti hjálpað fólki við að léttast.  Kalda vatnið eykur efnaskiptahraða líkamans sem aftur eykur brennsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni