fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Óljóst hversu margir búa hér á landi – Ástæðan er reglur um skráningu búsetu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 09:00

Íslendingar á Arnarhóli. mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögheimilisskráningin hér á landi veldur því að skekkja er í tölum um réttan íbúafjölda. Heimsfaraldurinn hefur leitt í ljóst hversu ófullkomnar upplýsingar eru um fjölda íbúa hér á landi.  Þetta segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur, sem skrifaði um þetta á Facebook.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Stefán segir að það skásta sem hægt sé að styðjast við sé listi yfir lögheimili fólks með íslenskar kennitölur en það sé í besta falli góð vísbending.

Í færslu sinni bendir hann á þúsundir manna leigi herbergi hér og þar eða íbúðir sem eru ekki viðurkenndar.

Haft er eftir Ómari Harðarsyni, fagstjóra manntals hjá Hagstofunni, að þetta sé þekktur vandi. „Þjóðskráin er stjórnsýsluskrá fyrst og fremst og heldur utan um þá sem hafa réttindi í landinu,“ sagði hann.

Hann sagði að kerfið vilji ekki greiða fyrir búsetu á stöðum, sem ekki uppfylla kröfur, með því að viðurkenna slíka skráningu. Þó leyfi sum sveitarfélög fólki að skrá sig í ótilgreint húsnæði. „Það er æskilegt og auðveldar alla skráningu að fólk sé skráð þar sem það raunverulega býr. Það er vandamál sveitarfélaganna að dæma hvort húsnæðið sé óíbúðarhæft,“ sagði Ómar.

Hann sagði að síðar á árinu verði gengið frá manntali síðasta árs og gera megi ráð fyrir að skekkjan hafi aukist frá fyrri árum, húsnæðismarkaðurinn hafi farið í þá áttina.

Hann sagði að skekkjan sé ekki yfirþyrmandi vandamál hér á landi en alltaf sé 6% skekkja varðandi búsetu á milli sveitarfélaga á hverjum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Í gær

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“