fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Unga parið var myrt fyrir 40 árum síðan – Dóttir þeirra hefur enn ekki fundist

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 15. janúar 2022 22:00

Fjölskyldumynd af þeim Harold Dean Clause, Tina Gail Linn og Hollie Marie Clause

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1980 ákváðu bandarísku hjónin Harold Dean Clouse og Tina Gail Linn að flytja frá Flórída til Texas þar sem Harold var boðin vel launuð vinna í Texas. Þau fluttu ásamt nýfæddri dóttur sinni en hugsunin á bakvið flutningana var sú að með þeim gat Harold hugsað betur um eiginkonu sína og dóttur.

Þegar litla fjölskyldan var tiltölulega nýflutt til Houston í Texas voru þau Harold og Tina myrt. Líkamsleifar þeirra fundust í janúar árið 1981 en þá var ekki vitað að líkamsleifarnar tilheyrðu þeim. Raunar var það ekki vitað fyrr en í fyrra en þá fékk systir Clouse símtal frá ættfræðingi sem fann tengingu milli líkamsleifanna og hennar. Þá var talið að konan sem fannst við hlið Clause væri eiginkona hans og var það staðfest með erfðaefni frá fjölskyldu hennar.

En dóttir þeirra hefur ekki ennþá ekki fundist, hvorki lifandi né látin. Í dag er enn verið að leita hennar, ef hún er á lífi þá er hún orðin 41 árs gömul. Donna Casasanta, móðir Clouse, vonast til þess að hún finnist. „Þetta er búið að vera mjög erfitt. Ég vona að við finnum hana,“ segir hún í samtali við Houston Chronicle sem fjallaði um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“