fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Gylfi gagnrýndur fyrir að kaupa hreinsiefni af Ingó Veðurguð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 16:12

Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður farsóttarhúss Rauða krossins Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Öfgar hafa gagnrýnt að notast sé við hreinsiefni X-Mist á sóttvarnahótelum en aðaleigandi fyrirtækisins er tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, sem hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu eftir skriðu ásakana um kynferðisbrot. Ingólfur hefur ennfremur stefnt fólki fyrir dóm sem hefur ásakað hann á samfélagsmiðlum.

Hringbraut greinir frá þessu. 

Tanja Ísfjörð, ein talskona Öfga, deildi auglýsingu X Mist á Twitter og sagði:

„Þið eruð að tryggja fjármagn í vasa manns sem nýtir það í að KÆRA konur fyrir að skila skömminni. NENNIÐI AÐEINS.“

Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahótelanna, svaraði Tönju og tók hann þar fram að X-Mist hefði ekki fengið leyfi fyrir myndbirtingu af sóttvarnahóteli í auglýsingu sinni. Gylfi sagði ennfremur:

„Heil og sæl, mér er ljúft og skylt að svara fyrir þetta. Ég tók þessa ákvörðun eftir að hafa prófað mörg efni til að sótthreinsa viðkvæma fleti en ekki síst til að losna við reykingarlykt úr herbergjum.Við höfum átt í vandræðum með þau herbergi þar sem reykt hefur verið og eftir að hafa prófað margt, ákvað ég að halda áfram á prófa þetta efni. Sú prófun byrjaði í síðustu viku og mun halda áfram næstu dagana. Að því loknu verður tekin ákvörðun um kaup eða ekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þegar framkvæmdastjóri NATÓ las nöfnin upp var ljóst að málin hafa tekið ranga stefnu fyrir Úkraínu

Þegar framkvæmdastjóri NATÓ las nöfnin upp var ljóst að málin hafa tekið ranga stefnu fyrir Úkraínu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaðurinn sem veiktist við Hrafntinnusker látinn

Ferðamaðurinn sem veiktist við Hrafntinnusker látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“