fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Fjögurra ára stúlka hringdi í föður sinn – „Mamma sefur og ég get ekki vakið hana“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 05:50

Beckka Hull og Miley. Mynd:Rachel Hull

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. janúar dundi ógæfan yfir á heimili Beckka Hull og fjögurra ára dóttur hennar, Miley, í Cardiff í Wales. Miley kom að móður sinni um morguninn og hélt að hún svæfi mjög fast því hún gat ekki vakið hana. Hún fann síma móður sinnar og hringdi í föður sinn, Ethan, og sagði: „Pabbi, mamma sefur og ég get ekki vakið hana.“

WalesOnline segir að þegar Ethan hafði áttað sig á hvað Miley var að segja hafi hann flýtt sér heim til mæðgnanna ásamt unnustu sinni. Á leiðinni hringdu þau í neyðarlínuna.

Þegar þau komu á vettvang veittu þau Beckka, sem var 23 ára, strax skyndihjálp en þeim tókst ekki að koma lífi í hana. Það tókst sjúkraflutningamönnum heldur ekki. Ljóst var að Beckka hafði látist töluvert áður en hún fannst. Talið er að hún hafi fengið flogakast og látist af þeim völdum en hún var flogaveikisjúklingur.

„Þetta er hræðilegt. Og það er hræðilegt að hugsa til þess að fjögurra ára barnabarnið mitt hafi þurft að hringja í föður sinn til að láta vita. Hann reyndi að bjarga henni en gat það ekki. Þetta er hræðilegt,“ sagði Rachael Hull, móðir Beckka. Hún sagðist telja líklegt að flogaveikikast hafi orðið Beckka að bana því hún hafi ekki fengið lyfin sín send heim þessa helgi og það sama hafi verið uppi á teningnum helgina áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri