fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Þetta er appið sem þú ættir að halda þig frá fyrir háttatímann

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 20:00

Tæpar fimm mínútur að fullhlaða síma, það er ekki slæmt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir vita eflaust að það er ekki gott að nota farsíma eða tölvur rétt fyrir háttatíma. Ástæðan er að heilinn örvast við það. En samt sem áður eru örugglega fáir sem sleppa því að kíkja aðeins á samfélagsmiðla eða lesa fréttir áður en gengið er til náða.

Í samvinnu við 2.012 fullorðna gerði Sleep Junkie rannsókn á áhrifum mismunandi appa, skömmu fyrir háttatíma, á svefngæði fólks.

The Sun segir að samkvæmt niðurstöðunum sé eitt app sem fólki eigi sérstaklega að halda sig frá fyrir svefninn. Það er TikTok en það reyndist trufla nætursvefninn mest af þeim öppum sem voru tekin með í rannsókninni.

89% þátttakendanna sögðust hafa vaknað þreyttir daginn eftir að hafa notað TikTok skömmu fyrir háttinn. Auk þess tók það TikToknotendur lengri tíma að sofna en það tók aðra að meðaltali.

Þegar fólkið sofnaði loksins fór 14% af svefntímanum i REM-svefn en það er aðeins helmingur þess tíma sem sérfræðingar telja ásættanlegan. REM-svefn, sem er stundum kallaður daumasvefninn, einkennist af mikilli virkni heilans en vegna þessarar virkni er þessi svefn mjög léttur.

Sleep Junkie segir að fólk eigi ekki að nota raftæki á borð við síma og tölvur í tvær klukkustundir fyrir háttatíma vegna hins blá ljóss sem skjáirnir senda frá sér en það örvar heilastarfsemina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið