fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Seinheppinn þjófur – Festist í skorsteininum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 22:00

Þetta var ekki einföld aðgerð. Mynd:Twitter/Pete Piringer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gekk ekki alveg eftir áætlun þegar innbrotsþjófur einn ætlaði að brjótast inn í hús í Silver Springs í Maryland í Bandaríkjunum. Það var klukkan 05.30 sem lögregla og slökkvilið voru send að húsi í bænum eftir að íbúinn hafði heyrt undarleg hljóð berast frá skorsteininum.

Þar var ekki um jólasveininn að ræða né sótarann því þar var ósvífinn innbrotsþjófur á ferð sem ætlaði sér að komast inn í húsið um skorsteininn. Samkvæmt frétt Daily Star þá var hann svo óheppinn að festast í skorsteininum.

Það tók langan tíma að ná honum út. Mynd:Twitter/Pete Piringer

Slökkviliðsmenn þurftu því að brjóta gat á skorsteininn til að losa manninn. Sú aðgerð tók um hálfa aðra klukkustund.

Þegar búið var að losa hinn seinheppna innbrotsþjóf var hann fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild til skoðunar og síðan lá leið hans á lögreglustöðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun