fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Nýjar vendingar í máli Madeleine McCann – Vinna þýsku lögreglunnar gæti verið til einskis

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 07:00

Madeilene og Christian Brueckner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar og óvæntar vendingar hafa nú orðið í máli Madeleine McCann. Þýska lögreglan hefur unnið hörðum höndum að rannsókn þess undanfarin misseri og sagt að hún sé sannfærð um að 44 ára Þjóðverji, Christian B., hafi numið Madeleine á brott úr sumarleyfisíbúð í Portúgal í maí 2007 og síðan myrt hana. En nú virðist sem rannsókn Þjóðverjanna geti hafa verið til einskis.

Það er hópur breskra rannsakenda sem hefur komið með nýjar upplýsingar í málinu. Þeir segja að Christian B. sé með fjarvistarsönnun kvöldið sem Madeleine var numin á brott. Hann hafi verið í „30 mínútna fjarlægð“ frá Praia da Luz, þaðan sem Madeleine var numin á brott, kvöldið örlagaríka.

Þýska lögreglan hefur haldið spilunum ansi þétt að sér hvað varðar rannsókn málsins en hefur þó sagt að upplýsingar úr símakerfum sýni að Christian B. hafi verið í Praia da Luz þetta kvöld og er fullviss um að hann hafi myrt Madeleine.

McCann-hjónin hafa ekki gefið upp von um að Madeleine finnist á lífi.

 

 

 

 

 

 

En nú hefur hópur fyrrum lögreglumanna komist að annarri niðurstöðu. The Sun segir að þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að Christian B. hafi ekki getað numið Madeleine á brott því hann hafi verið í 30 mínútna fjarlægð frá Praia da Luza kvöldið sem hún hvarf.

Það var Mark Williams-Thomas, fyrrum rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Surrey, sem stýrði vinnu hópsins. Hópurinn er sagður hafa haft uppi á nýjum vitnum í Portúgal og Þýskalandi og telji að fjarvistarsönnun Christian B. sé góð og gild.

The Independent segir að í nýrri þriggja þátta heimildarmyndaröð, „Madeleine McCann: Investigating the Prime Suspect“, verði málið gegn Christian B. tekið fyrir og sýnt fram á að þýska lögreglan sé á villigötum. Þættirnir verða sýndir fljótlega á Channel 5 sjónvarpsstöðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau