fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

UPPFÆRT – Myllan felld að lokum – Staðan 5-1 í lok leiks

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 19:20

Skjáskot úr útsendingu Stöðvar 2.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UPPFÆRT – í allan dag hefursprengjusveit Landhelgisgæslunnar reynt að fella vindmyllu í Þykkvabæ sem varð fyrir miklu tjóni í bruna. Það tókst loks eftir sjöttu sprenginguna, en markmiðið var að gera það í fyrstu.

Ástæðan fyrir öllu veseninu var að sögn Vísis sú að stálið í myllunni virðist hafa verið þykkara en gert var ráð fyrir. Myllunni var lýst sem merkilega miklu ferlíki sem er sextíu metrar á hæð og mörg tonn að þyngd.

Myllan felld – Skjáskot úr útsendingu Stöðvar 2.

Talið var að myllan gæti valdið skaða í mjög vondu veðri. Hægt er að spyrja sig hvort miklar líkur hafi verið á því þar sem myllan stóð af sér ansi margar sprengingar.

Á samfélagsmiðlum hafa netverjar gert gys að atburðarrás dagsins og birt myndbönd af áhrifalitlum sprengingunum. Þeir sem vilja taka þátt í umræðum um mylluna er bent á myllumerkið #vindmyllan.

Líta má svo á að staðan sé nú 5-1 fyrir myllunni, en sprengjusveitinni tókst að minnka muninn í lok kvölds.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hafa fylgst með myllunni frá hádegi í dag. Því sendir Ritstjórn DV kollegum sínum sem hafa staðið vaktina í skítakulda allan liðlangan daginn samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
Fréttir
Í gær

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli
Fréttir
Í gær

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rakel talar opinskátt um áskoranir sem kennari – Nefnir það sem hún hefur mestar áhyggjur af

Rakel talar opinskátt um áskoranir sem kennari – Nefnir það sem hún hefur mestar áhyggjur af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“