fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

UPPFÆRT – Myllan felld að lokum – Staðan 5-1 í lok leiks

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 19:20

Skjáskot úr útsendingu Stöðvar 2.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UPPFÆRT – í allan dag hefursprengjusveit Landhelgisgæslunnar reynt að fella vindmyllu í Þykkvabæ sem varð fyrir miklu tjóni í bruna. Það tókst loks eftir sjöttu sprenginguna, en markmiðið var að gera það í fyrstu.

Ástæðan fyrir öllu veseninu var að sögn Vísis sú að stálið í myllunni virðist hafa verið þykkara en gert var ráð fyrir. Myllunni var lýst sem merkilega miklu ferlíki sem er sextíu metrar á hæð og mörg tonn að þyngd.

Myllan felld – Skjáskot úr útsendingu Stöðvar 2.

Talið var að myllan gæti valdið skaða í mjög vondu veðri. Hægt er að spyrja sig hvort miklar líkur hafi verið á því þar sem myllan stóð af sér ansi margar sprengingar.

Á samfélagsmiðlum hafa netverjar gert gys að atburðarrás dagsins og birt myndbönd af áhrifalitlum sprengingunum. Þeir sem vilja taka þátt í umræðum um mylluna er bent á myllumerkið #vindmyllan.

Líta má svo á að staðan sé nú 5-1 fyrir myllunni, en sprengjusveitinni tókst að minnka muninn í lok kvölds.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hafa fylgst með myllunni frá hádegi í dag. Því sendir Ritstjórn DV kollegum sínum sem hafa staðið vaktina í skítakulda allan liðlangan daginn samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga