fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Norðlendingar og Vestfirðingar á kafi í snjó – Stefnir í ágætis sprengjuveður á morgun um allt land

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 30. desember 2021 16:30

Valþór Birgisson skóflar hér snjó af götum Ísafjarðarbæjar út í sjó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjór þekur nú jörðu um allt Norðurland og á Vestfjörðum. Gul viðvörun var í gær víða um land og hávaðarok um allt Vestur- og Norðvesturland. Sló upp í 33 metra á sekúndum í hviðum undir Hafnarfjalli og mátti sjá stærri bíla lagða í Borgarnesi þar sem þeir biðu færis á að stinga sér síðasta spölin í bæinn.

Annað er nú uppi á teningnum. Hæglætisveður víða um land og nokkuð frost nema meðfram suðurströndina þar sem hitastigið rétt nær upp fyrir frostmark. Veðrið annað kvöld, Gamlárskvöld, verður með svipuðu móti. Skýjað um allt land nema á Norðausturlandi. Léttur vindur, rétt nóg til að blása flugeldamekki á haf út eftir hamagang landsmanna annað kvöld. Hvergi rigning og hitastig um eða undir frostmarki.

Eins og við var svo sem að búast var þessi sæla aldrei að fara að endast því strax á nýársdagsmorgni fer allt gjörsamlega í skrúfuna. Gul viðvörun tekur þá gildi um allt land og gæti því vel farið svo að fleira fjúki á haf út en bara sprengjumökkurinn.

Meira um það inni á síðu Veðurstofunnar.

Bæjarstarfsmenn á Akureyri hafa verið í óða önn síðustu daga að hreinsa eftir mikla snjókomu í bænum. Það sama mátti segja um bæjarstarfsmenn og verktaka á vegum Ísafjarðarbæjar í gær þegar blaðamaður DV gekk um bæinn. Varð þar á vegi hans hann Valþór Birgisson, gröfumaður með meiru, sem stóð í ströngu að koma snjó af götum bæjarins og út í haf.

Valþór sagði í stuttu samtali við blaðamann veturinn nú reyndar hafa verið óvenju snjóléttan fram að þessu og mundi ekki eftir öðru eins snjófargi þennan veturinn síðan í september þegar veðurguðirnir þjófstörtuðu vetrinum með látum. Síðan þá segir Valþór hann og kollega sína í gröfubransanum hafa getað einbeitt sér að jarðvinnu mestan part veturs. Það sé þannig nóg að gera hjá honum hvort sem snjói eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli
Fréttir
Í gær

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rakel talar opinskátt um áskoranir sem kennari – Nefnir það sem hún hefur mestar áhyggjur af

Rakel talar opinskátt um áskoranir sem kennari – Nefnir það sem hún hefur mestar áhyggjur af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi