fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Ævintýraferð með Norrænu endaði með ósköpum – Þarmakókið fannst í djúsfernu á gistiheimili á Egilsstöðum

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 13:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur mönnum var nú í nóvember birt ákæra héraðssaksóknara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en mönnunum er þar gefið að sök að hafa smyglað samtals 1,1 kílói af kókaíni.

Mennirnir eru sagðir hafa smyglað kókaíninu frá Rotterdam í Hollandi með leigubíl og lest í gegnum Þýskaland og til Danmerkur þaðan sem þeir tóku farþegaferjuna Norrænu til Seyðisfjarðar á Íslandi.

Annar maðurinn, hollenskur ríkisborgari mun hafa flutt samtals 678 grömm af efninu sem fundust í klefa hans í ferjunni, í farangri mannsins á gistiheimili á Egilsstöðum og innvortis. Afganginn af efnunum, um 423 grömm er hinn maðurinn, spænskur ríkisborgari, sagður hafa smyglað. Fundust þau efni á salerni sama herbergis á áðurnefndu gistiheimili sem og í safafernu í sama herbergi.

Saksóknari krefst þess að mennirnir verði gert að sæta refsingu, greiða allan sakarkostnað og að haldlögð efni verði gerð upptæk.

Málið var þingfest í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu