fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Reyndi að stela flugvél til að komast til Svæðis 51 – Ætlaði að finna sannanir fyrir tilvist geimvera

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. desember 2021 07:00

Area 51.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var maður handtekinn á McCarran alþjóðaflugvellinum í Las Vegas í Bandaríkjunum en hann hafði reynt að stela flugvél þar. Hann er sagður hafa ekið glæsibifreið á girðingu til að reyna að komast inn á völlinn. Ætlun hans var að stela flugvél og fljúga til Svæðis 51 (Area 51) til sjá geimverur sem hann telur vera faldar þar.

Samkvæmt umfjöllun Unilad þá hafði maðurinn síðan í hótunum og sagðist vera með sprengju sem hann ætlaði að sprengja.

Lögreglan var kölluð á vettvang og þegar lögreglumenn höfðu uppi á manninum sagðist hann vera vopnaður og hefði í hyggju að fljúga til Svæðis 51 til að sjá geimverur sem væru þar í haldi.

Maðurinn verður væntanlega ákærður fyrir tilraun til hryðjuverks, hótanir og innbrot á bannsvæði.

Alríkislögreglan FBI var kölluð til vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum