fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Magnus Carlsen varði heimsmeistaratitil sinn með glæsibrag

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 10. desember 2021 17:48

Magnus Carlsen Mynd/FIDE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnus Carlsen varði í dag heimsmeistaratitil sinn þegar hann bar sigur af áskoranda sínum, Ian Nepomniachtchi, í elleftu skák heimsmeistaraeinvígisins í Dubai. Sigurinn þýðir að Carlsen tryggði sér þar með 7,5 vinninga og þar með er einvíginu lokið. Alls átti einvígið að vera 14 skákir og því urðu yfirburðir Norðmannsins til þess að ekki er nauðsynlegt að tefla þrjár síðustu skákirnar.

Skák dagsins var frekar róleg framan af en á ögurstundu gerði Nepó sig sekan um slæm mistök sem gáfu Carlsen færi á að fórna skiptamun með vinningsstöðu. Norðmaðurinn missir ekki af slíkum tækifærum og tefldi lokin fullkomlega.

Carlsen sýndi fádæma yfirburði í seinni hluta einvígisins þar sem hann vann fjórar skákir af síðustu sex skákunum. Í fimm fyrstu skákunum var allt í járnum og var það jafnvel sá norski sem var frekar í taphættu en áskorandinn í annarri skákinni.

Eftir átta klukkustunda og 136. leikja rothögg í sjöttu skák einvígisins sá Rússinn ekki til sólar og Carlsen kafsigldi hann í kjölfarið.

Sigurinn þýðir að Carlsen hampar heimsmeistaratitlinum í fimmta sinn en fyrst varð hann heimsmeistari árið 2013. Áætlað er að næsta heimsmeistaraeinvígi fari fram í lok árs 2022 eða byrjun árs 2023 þannig að Norðmaðurinn getur andað rólega í bili og fylgst með andstæðingum sínum berjast á banaspjótum.

Á næsta ári fer fram áskorendamót átta sterkustu skákmanna heims, fyrir utan Carlsen, þar sem teflt verður um réttinn til að skora á heimsmeistarann. Áskorandinn fallni, Ian Nepomniachtchi, fær sjálfkrafa sæti í því móti og getur því sleikt sárin og skipulagt endurkomu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK