fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Dagbjört missti sjónina á hægra auga aðeins 11 ára gömul – Tveimur árum seinna fór mestöll sjónin af því vinstra

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. desember 2021 17:30

Dagbjört Ósk Jónsdóttir. Skjáskot/Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagbjört Ósk Jónsdóttir er á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri en hún missti sjónina á hægra auga 11 ára gömul. Innan við tveimur árum seinna hafði hún misst allt að 80% sjón á hinu auganu líka.

Ástæðan er afar sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast Chronic relapsing inflammatory optic neuropathy eða CRION.

Dagbjört Ósk var í viðtali í Fréttavaktinni á Hringbraut í gær þar sem hún ræddi sjúkdóminn og námið sitt. Viðtalið má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Það tók hana aðeins um tvo til þrjá daga að missa sjónina á hægra auga. Hún segir sjúkdóminn afar sjaldgæfan, og árið 2016 hafi til að mynda aðeins verið vitað um 120 manns í öllum heiminum með þennan sjúkdóm. Þá fái fólk CRION yfirleitt um eða eftir þrítugt, en hún byrjaði að missa sjón strax ellefu ára gömul.

Dagbjört Ósk er nú sextán ára gömul og nýtur sín í listnámi. Hún segist hafa byrjað að teikna sér til gamans um það leyti sem hún var að byrja í grunnskóla en fór að taka því af meiri alvöru á svipuðum tíma og hún missti sjónina.

Í skólanum teiknar hún mest á blöð en heima við notast hún við spjaldtölvu og finnst það í raun betra því þá getur hún þysjað inn til að sjá betur. Teikningar í meðfylgjandi myndbandi eru eftir Dagbjörtu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“