fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Rætt um Jón Gunnarsson og aðstoðarmenn hans í Silfrinu – „Þessi þriggja manna hrútastía er ekki gæfuleg ásýndar“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 5. desember 2021 12:01

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ráðstöfun að skipa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og ákvörðun hans um að ráða þá Hrein Loftsson og Brynjar Níelsson sem aðstoðarmenn voru ræddar í Silfrinu á RÚV í dag og sitt sýndist hverjum.

„Þessi hrútastía er ekki gæfuleg ásýndasr“ sagði Runólfur Ágústsson og vísaði til að þarna væru þrír karlmenn á sjötugsaldri með svipuð viðhorf. Runólfur vildi þó ekki dæma verk mannanna í ráðuneytinu fyrirfram.

Þessar ráðstafanir hafa valdið mikilli ólgu í samfélaginu, sérstaklega á meðal þeirra sem berjast fyrir rétti þolenda í kynferðisbrotamálum og kynbundnu ofbeldi. Er þar sérstaklega vísað til ýmissa ummæla Brynjars um kynferðisbrotamál og afstöðu Jóns til þungunarrofsfrumvarps sem varð að lögum 2019, sem og frumvarp Brynjars um fangelsisdóma á foreldra sem tálma umgengni.

Ólína Þorvarðardóttir sagðist ekki vilja kveða upp neina dóma um innræti manna en sagði þessar ráðstafanir vera mjög eintóna. Hún sagði að framganga Jóns og Brynjars í umræðunni hefði verið með þeim hætti að lítils trausts væri að vænta hjá þeim hópum sem láta sig umrædd málefni varða. Hún sagðist skilja vel áhyggjur þeirra sem mótmæla þessu.

Stefán Einar Stefánsson tók ekki í sama streng, hann sagði Brynjar vera heiðarlegan og vandaðan mann og hann hefði enga trú á að þessir menn myndu ganga á rétt þolenda í kynferðisbrotamálum en þeir myndu standa vörð um réttarríkið. Það kæmi honum ekki á óvart ef þessir menn myndu ráðast í breytingar sem kæmu sér vel fyrir brotaþola í kynferðisbrotamálum. Taldi hann það anga af slaufunarmenningu að hamast gegn því að Jón Gunnarsson réði sér aðstoðarmenn með sömu viðhorf og hann sjálfur.

Ólína sagðist ekki efast um innræti og hæfni Brynjars en benti á að hann og Jón hefðu verið mjög ögrandi í umræðunni.

Rætt var um að lítill ferskleiki væri yfir þessari liðskipan í dómsmálaráðuneytinu. „Við þekkjum það í okkar matargerð, við Íslendingar, að ferskleiki er ekki allt,“ sagði Stefán Einar þá hlæjandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón