fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Trans sundkona sem mölbrýtur skólamet í kvennaflokki veldur usla

Pressan
Föstudaginn 3. desember 2021 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og tveggja ára gömul trans sundkona hefur valdið fjaðrafoki eftir að hafa mölbrotið tvö skólamet á háskólastigi sem staðið höfðu um langt skeið. New York Post greinir frá.

Lia Thomas heitir sundkonan hraðsynda en hún er nemi við Háskólann í Pennsylvaniu. Áður en hún gekkst undir kynleiðréttingu hafði hún keppt á háskólastigi sem Will Thomas.

Á nýafstöðnu móti synti Lia 200 metra sund með frjálsri aðferð á 1:43:47 og 500 metra á 4:35:06. Um var að ræða miklar bætingar á skólametum háskóla hennar og tímar sem voru á pari við það besta sem gerist í Bandaríkjunum á háskólastigi.

Ekki liggur fyrir hvenær Thomas lagðist undir hnífinn en fram kemur í frétt að síðasti hafi hún keppt sem karlamaður í nóvember 2019. Reglurnar í bandarísku háskólasundi eru þær að keppandi þarf að vera á testesteróne bælandi lyfjum í meira en ár áður en viðkomandi getur farið að keppa sem kona á háskólamótum.

„Sundið hefur verið stór þáttur í lífi mínu og sjálfsmynd. Ég hef stundað sund frá fimm ára aldri,“ segir Thomas í viðtali við skólablað háskólans. „Það að koma út úr skápnum sem trans setti þetta allt í uppnám. Ég vissi ekki hvort ég gæti haldið áfram að synda og hvernig það myndi líta út. Sem betur fer hefur þetta ferli ekki haft áhrif á getu mína til þess að stunda íþróttina og það er mjög gefandi að geta haldið áfram.“

Lia Thomas has sparked a debate. Photo: Instagram

Lia Thomas hefur valdið fjaðrafoki í háskólasundi í Bandaríkjunum

Árangur Thomas hefur vakið upp talsvert umtal hvort að það sé sanngjarnt að einstaklingar sem fæðist sem karlmenn megi keppa sem konur eftir kynleiðréttingu.

„Að sjálfsögu er verið að slá met kvenna. Lia keppti sem karlmaður fyrstu þrjú árin. Þetta er ekki réttlátt,“ er haft eftir þjálfaranum Lindu Blade og ljóst er að margir eru á sömu skoðun.
Í júní ályktaði dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að lög í Arkansas og Vestur-Virgínu um að transkonur sem fæðst hafi sem karlmenn mættu ekki keppa í íþróttum sem konur væru brot á stjórnarskrá landsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru