fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Yfirmaður áhaldahúss Garðabæjar heiðraður af bæjarbúum í jólabjóraflóðinu – „Mikill reddari sem græjaði allt í bænum“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 17:00

Jói bæjó og nafni sinn, Jóli bæjó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brugghúsið Mói er lítið ölgerðarfélag í Garðabæ, í eigu Garðbæinga, og framleiðir handverksbjór með skírskotun til menningar, sögu og íbúa bæjarins. Nýjasti bjórinn þeirra, jólabjórinn úr smiðju Móamanna, er einmitt í takt við þá stefnu.

Bjórinn er nefnilega nefndur í höfuðið á Jóhanni Inga Jóhannssyni, eða Jóa Bæjó eins og hann er gjarnan kallaður. Jóhann stýrði áhaldahúsi bæjarins í áratugi en er nýlega sestur í helgan stein. Jóa er lýst af aðstandendum brugghússins sem miklum reddara og manni sem græjaði allt í bænum.

Um léttan Session IPA bjór með vænum skammti Citra, Columbus og Amarillo humlum er að ræða og hefur uppskriftin tekið örlitlum breytingum frá fyrri árum.

Í færslu frá Móa á Facebook má sjá mynd af Jóa Bæjó með Jóla Bæjó . „Hann var öllum stundum á vaktinni og sá til þess að allt væri í lagi, bæði á Stjörnuvelli og í bænum öllum. Nú þegar Jói er hættur hjá áhaldahúsinu þá á hann svo sannarlega skilið að fá sér einn til tvo nafna öðru hvoru. Það eru jú að koma jól,“ segir með myndinni.

Bjórinn má nálgast í Vínbúðum hins opinbera og auðvitað í ísskápum allra alvöru Garðbæinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí