fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf að svara fyrir meint skattsvik

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 18:30

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf nú 15. desember næstkomandi að svara fyrir meint skattsvik og fjárþvætti í ákæru héraðssaksóknara. Fyrirtækið hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er maðurinn sagður hafa í starfi sínu sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stjórnarmaður þess láðst að skila virðisaukaskattsskýrslum á lögmæltum tíma fyrir tvö tímabil árið 2018 og þrjú tímabil árið 2019. Skuld mannsins við ríkið vegna ógreidds virðisauka nam 15,7 milljónum.

Þá skilaði maðurinn ekki staðgreiðsluskilagrein vegna rekstursins í átta mánuði árið 2019. Samtals mun maðurinn hafa komið sér hjá því að greiða um 14 milljónir til ríkisins vegna þessa, samkvæmt ákærunni.

Að lokum er maðurinn ákærður fyrir að hafa nýtt ávinning af hinum meintu brotum, samtals að fjárhæð 29,7 milljónir, í þágu rekstrar félagsins, og er fyrir það ákærður fyrir fjárþvætti.

Málið verður sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 15. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Í gær

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“