fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sveitarstjórn Húnaþings þreytt á biðinni og samþykkti að hópfjármagna nýjan Vatnsnesveg á Karolina Fund

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 18:30

Ástand vegarins hefur löngum verið talið hættulegt, en fjölmörg slys hafa orðið þar á undanförnum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á dögunum að hefja hópfjármögnun vegna endurbóta á Vatnsnesvegi. Ákvörðunin þykir um margt merkileg, enda ekki vitað til þess að hópfjármögnunarsíður hafi verið nýttar með þessum hætti af opinberum aðilum áður. Til stendur að safna eitt hundrað milljónum króna, eða 666 þúsund evrum, og höfðu þegar þetta er skrifað 180 evrum verið ánafnað.

Þetta kemur fram á heimasíðu Húnaþings vestra og á söfnunarsíðunni á Karolina Fund.

Fréttavefurinn Trölli greind frá.

Í bókun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra segir að nauðsynlegt sé að flýta framkvæmdum við veg nr. 711, Vatnsnesveg vegna mjög slæms ástands hans sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Þar segir jafnframt að vegurinn sé á samgönguáætlun en ekki fyrr en á tímabilinu 2030-2034. Áætlað er að kostnaðurinn við veginn verði 3,5 milljarðar.

Hundrað milljónirnar sem sveitarfélagið hyggst hópfjármagna eru þannig aðeins hugsaðar til þess að „koma hönnun strax af stað,“ að því er segir í bókuninni.

Fjölmörg slys hafa orðið á veginum undanfarin ár og sagði DV meðal annars frá því árið 2016 að ófremdarástand ríkti og að aðeins væri tímaspursmál hvenær alvarlegt slys bæri að á veginum. Frá því það var skrifað hafa fjölmörg slys orðið á veginum og sum þeirra alvarleg.

Sjálfsagt eru þeir nokkrir sem myndu segja raunveruleg ætlun sveitarstjórnarinnar með uppátækinu að vekja athygli á ástandi vegarins, frekar en að koma framkvæmdum af stað. Ef það er raunin verður sjálfsagt að hrósa sveitarstjórn Húnaþings vestra, enda tekist ætlunarverk sitt.

Hægt er að veita söfnunni lið á heimasíðu verkefnisins hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd