fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

„Ef þú getur haldið á einhverju geturðu byrjað að lyfta“

Fókus
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 74 ára gamla Guðbjörg Gígja Kristjánsdóttir hefur æft kraftlyftingar í fimm ár en hefur að eigin sögn alltaf verið sterk. Hún keppti á alþjóðlegu móti GPC í kraftlyftingum í Póllandi í lok október og vann þar fyrstu verðlaun í bekkpressu og réttstöðulyftu í sínum aldursflokki, en í bekkpressunni sigraði hún jafnframt allar konur 40 ára og eldri í 52-110 kg flokki,

Guðbjörg lét það þó ekki nægja, heldur sló hún einnig tvö heimsmet í flokki 70-75 ára kvenna, annars vegar með því að lyfta 55 kg í bekkpressu og hinsvegar með því að vera stigahæst í réttstöðulyftu öldunga kvenna, þar sem hún tók 125 kg.

Salka Gullbrá tók viðtal við Guðbjörgu Gígju fyrir Kvennaklefann þar sem hún var við æfingu í líkamsræktarstöðinni Jakabóli, og var hún sallaróleg yfir þessum frábæra árangri. En hvað heillaði Guðbjörgu við lyftingar og varð til þess að hún ákvað að byrja á þeim á eftirlaunaaldri?
„Ég var bara allt í einu hrifin af þessum lóðum, þau bara kölluðu á mig. Það heillaði að verða sterkari, finna styrk, verða öruggari í öllum hreyfingum og í öllu bara. Þú verður sterkari og ánægðari með þig [af lyftingunum].“

video
play-sharp-fill

Hún segir íþróttina sífellt vinsælli meðal kvenna, áður fyrr hafi ímyndin verið að það væru karlkyns vöðvafjöll sem æfðu lyftingar en sú ímynd sé úrelt því allir geti stundað lyftingar sem áhuga hafa á því.
Við konur á öllum aldri sem hafa áhuga á að byrja í kraftlyftingum segir hún að lykillinn sé að fara varlega í byrjun, læra inn á sjálfar sig og hvað þær geta:
„Konur eru aldrei of gamlar til að byrja, svo framarlega sem þú getur haldið á einhverju, þá geturðu lyft!“

GPC-mótið var fyrsta mót Guðbjargar Gígju utan landsteinanna, en hún hefur tvisvar áður keppt á móti innanlands. Á mótinu voru yfir 500 keppendur og var Guðbjörg önnur tveggja íslenskra keppenda. Með henni var Flosi Jónsson sem keppti í 65-70 ára flokki og hreppti þar gullið í bekkpressu með 152,5 kg, en þau kepptu bæði án útbúnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Hide picture