fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Man Utd komið áfram – Bayern vinnur sinn riðil

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 19:45

Cristiano Ronaldo. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Villarreal í riðlakeppninni í kvöld.

Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur. Lítið markvert gerðis í honum.

Liðin færðu sig smám saman upp á skaftið er tók að líða á seinni hálfleikinn. Eftir tæpan klukkutíma leik fékk Gomez í liði Villarreal dauðafæri en David De Gea varði skot hans frábærlega.

Jadon Sancho fékk svo dauðafæri hinum megin rúmum tíu mínútum síðar en fór illa að ráði sínu.

Það var svo á 78. mínútu sem sigurmarkið kom. Þar var að verki Cristiano Ronaldo eftir skelfileg mistök í vörn heimamanna. Fred gerði þá vel í að pressa á Etienne Capoue sem hafðu fengið slæma sendingu frá markverði sínum, Geronimo Rulli. Ronaldo fékk svo boltann og vippaði honum yfir Rulli.

Man Utd var nær því að tvöfalda forskot sitt í kjölfar marksins en Villarreal var að jafna. Annað mark þeirra kom á 90. mínútu. Það gerði Sancho. Þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið. Lokatölur 0-2.

Rauðu djöflarnir eru komnir í 16-liða úrslit þó svo að ein umferð sé eftir. Liðið er á toppi riðilsins með 10 stig. Villarreal er áfram í öðru sæti með 7 stig. Atalanta er með 5 stig í þriðja sæti og Young Boys á botni riðilsins með 3 stig.

Atalanta og Young Boys mætast síðar í kvöld. Þau eiga eftir að spila leik meira en Man Utd og Villarreal.

Bayern rústar sínum riðli

Bayern Munchen vann Dynamo Kyiv á sama tíma.

Robert Lewandowski og Kingsley Coman sáu til þess að Bayern leiddi með tveimur mörkum í hálfleik.

Denis Harmash minnkaði muninn fyrir Dynamo á 70. mínútu. Lokatölur 1-2.

Bayern er með 15 stig á toppi riðilsins og er nú þegar búið að vinna hann. Barcelona er í öðru sæti með 6 stig, Benfica í þriðja sæti með 4 stig og Dynamo á botninum með 1 stig. Barcelona og Benfica mætast í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Í gær

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar