fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Gölluð sögutúlkun

Egill Helgason
Sunnudaginn 25. mars 2018 23:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netið fæðir af sér alls kyns vitleysu sem getur svo dreifst eins og eldur í sinu. Þannig er til dæmis með þennan póst frá enskum náunga sem heitir Gary Barker. Fjöldi fólks hefur deilt þessu, þar á meðal margir Íslendingar. Jú, það er eitthvað til í þessu, en þarna er bara sögð hálf saga. Þarna er vissulega enskt fólboltalið að heilsa með nasistakveðju fyrir landsleik við Þýskaland árið 1938. Þetta er reyndar mynd sem hefur birst margoft og mikið verið um hana rætt. Þykir ekki glæstasta stund enskra íþrótta.

Myndin er frá tíma Münchenar-samkomulagsins. Þetta er ekki frá Ólympíuleikunum í Berlín 1936 eins og stóð í fyrri og enn gallaðri útgáfu af þessum pósti. En þarna var Neville Chamberlain forsætisráðherra Bretlands og lagði allt í sölurnar til að reyna að tryggja frið í Evrópu, minnugur hörmunganna í fyrra stríði. Sagan hefur dæmt Chamberlain hart, hann reyndist alltof ákafur og auðtrúa í griðkaupunum við Þýskaland. Tékkóslóvakíu var fórnað í gin nasistanna. Churchill var hins vegar ekki eftirgefanlegur og hann hefur verið mærður síðan, síðast í kvikmynd þar sem leikarinn sem lék hann fékk Óskarsverðlaun.

Í póstinum stendur að Rússland hafi sniðgengið (notað er orðið boycott) Ólympíuleikana í Berlín. Það er mjög ónákvæmt sögulega. Rússland – eða Sovétríkin – tók ekki þátt í alþjóðlegum íþróttaviðburðum af þessu tagi um langt árabil. Það var ekki fyrr en 1952 að þeir sendu í fyrsta sinn lið á Ólympíuleikana eftir byltinguna, þá á leikana sem voru haldnir í Helsinki. Í þeirra huga voru leikarnir borgaralegir og þeir reyndu að efna til móts sem kallaðist Spartakiad.

Stuttu eftir að þessi mynd var tekin gerðu Hitler og Stalín með sér griðasáttmála. Hann hleypti síðari heimsstyrjöldinni af stað. Rússar og Þjóðverjar réðust inn í Pólland í september 1939, Rússar úr austri, Þjóðverjar úr vestri. Rússar fengu grænt ljós í sáttmálanum til að ráðast inn í Finnland. Snemma sumarið eftir réðust Rússar svo á Eystrasaltslöndin þrjú og hernumu þau. Þeir gerðu semsagt innrás í fimm ríki í skjóli Molotov-Ribbentrop samningsins eins og griðasáttmálinn kallaðist öðru nafni. Gáfu Þjóðverjum ekkert eftir í landvinningum. Það var ekki fyrr en eftir árás Þjóðverja á Sovétríkin 22. júní 1941 að þeir sneru við blaðinu. Innrásin kom Rússum í opna skjöldu, þeir töldu hinn kaldrifjaða sáttmála góðan og gildan.

1940 var staðan orðin sú að Bretland stóð hérumbil eitt gegn nasismanum, það var síðasta vígið. Þá voru ekki nema fimm lýðræðisríki eftir í Evrópu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn