fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hörður snapchatperri heldur áfram að áreita börn – Reyndi að hitta 12 ára stúlku á sunnudaginn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 10:00

Tvær andlitsmyndir af Herði sem hann sendi börnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, Hörður Sigurjónsson, 65 ára að aldri, varð alræmdur fyrr á árinu er fréttir tóku að birtast í fjölmiðlum af áreitni hans í garð barnungra stúlkna á samskiptaforritinu Snapchat. Var Hörður handtekinn í vor og aftur í sumar eftir margítrekaða áreitni við börn sem fólst meðal annars í klámyrðum og grófum myndasendingum. Hann var látinn laus að lokinni yfirheyrslu og var ekki krafist gæsluvarðhalds yfir honum.

Hörður hélt hins vegar uppteknum hætti í sumar og birti DV fréttir af athæfi hans og ræddi við hann. Í frétt frá 13. júlí segir:

„Hörður Sigurjónsson, sem hefur fengið viðurnefnið Snapchat-perrinn, vegna látlausrar áreitni sinnar við börn og unglinga á samfélagsmiðlinum Snapchat, neitar því að hafa gert nokkuð rangt og skellir skuldinni á foreldra barnanna.

Hörður hefur undanfarna mánuði sent fjölda barna og unglinga klámfengin skilaboð á samfélagsmiðlinum og í sumum tilvikum myndir af kynfærum sínum. Hann hefur einnig gert árangurslausar tilraunir til að hitta einhver barnanna. Í samtali við DV segist Hörður hafa talið sig vera að ræða við fullorðna einstaklinga og segir ábyrgðina liggja hjá foreldrum.

Hörður er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður en árið 2006 gekk hann í tálbeitugildru fréttaskýringaþáttarins Kompáss og var meðal karlmanna sem vildu hitta 13 ára stúlku. Árið 2009 var hann handtekinn vegna stórfellds fíkniefnasmygls í Argentínu.

„Hver er ábyrgð foreldra í þessu þjóðfélagi varðandi það að láta börnum sínum í té tæki til að nota á samskiptamiðlum og láta það algjörlega átölulaust að þau séu á einhverju Snapchatti?“ segir Hörður í viðtali við DV.“

Fram kom í umræddri frétt að Hörður hefði verið handtekinn tvisvar á árinu vegna netáreitni gegn börnum og unglingum en hann sagðist ekki eiga von á ákæru og sagði:

„Það verður aldrei ákært, það er ekkert sakarefni, það er ekkert brot. Ábyrgðin er foreldranna. Ég er heiðarlegur maður.“ 

Vildi hitta 12 ára stúlku á Dominós og bauð henni til Brasilíu

DV hefur undir höndum hljóðritun af símtali, sem og skjáskot af samskiptum, sem Hörður átti við 12 ára stúlku síðastliðinn sunnudag. Textaspjallið er klámfengið og ekki birtingarhæft en þar kemur fram að Hörður, sem gengur núna undir nafninu Magnús Guðmundsson á Snapchat, kann vel að meta að stúlkan sé 12 ára. Hann klæmist við hana eftir að hann hefur fengið að vita aldur hennar og býður henni að hitta sig á Dominós Pizza. Hann segist búa í Brasilíu en vera staddur á landinu og spyr hvort hún vilji koma með sér þangað.

Stúlkan naut fulltingis vinkonu sinnar og falaðist eftir símtali við Hörð. Hann gaf upp símanúmer sitt og hringdi stúlkan í hann. Símtalið er óhugnanlegt því Hörður virðist örvast kynferðislega við að heyra rödd stúlkunnar þó að hann viti að hún er 12 ára. En stúlkan álasar honum fyrir að vilja hitta 12 ára stúlku og bendir honum á að þetta sé ólöglegt. Við það breytist tónninn í Herði sem segist ekki vilja gera slíkt og hann bindur enda á símtalið.

Tómt rugl, bull og vitleysa

DV fékk símanúmerið sem Hörður gaf upp til barnanna og hringdi í hann. Símanúmerið er óskráð og er ekki það sama og Hörður var með í sumar. Símtalið var stutt. Blaðamaður sagðist hafa heimildir fyrir því að Hörður hefði haft samband við 12 ára stúlku á sunnudag. Hann sagði: „Tómt rugl, bull og vitleysa, vertu blessaður,“ og lagði á .

Í Þjóðskrá er Hörður óstaðfestur í hús og DV veit ekki hvar hann býr núna en fyrri hluta sumars dvaldist hann um þriggja vikna skeið á gistiheimili miðsvæðis í Reykjavík. DV náði tali af eiganda gistihússins í sumar og sagði hann að Hörður væri í afneitun gagnvart hegðun sinni. Hann sagði:

„Hann sér ekki að hann sé að gera neitt rangt. Það er alveg furðulegt. Við vorum að spjalla eitthvað og ég sagði honum að hann gæti ekki verið hérna, það væru myndir af honum í blöðunum, meira að segja af typpinu á honum. Hann sagði að þetta væri bara kjaftæði.“

Gistihússeigandinn vísaði þarna til þess að Hörður sendi börnum mynd af kynfærum sínum á Snapchat í vor.

Rannsókn að ljúka á fyrri afbrotum

Brot Harðar á sunnudaginn hefur ekki verið tilkynnt til lögreglu en það verður gert næstu daga. DV náði sambandi við Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ævar sagðist ekki geta tjáð sig um mál einstaklinga en geta þó gefið upp að rannsókn á meintum brotum sem tilkynnt voru í vor og sumar væri að nálgast endalokin. Líklegt verður að teljast að rannsóknin leiði til ákæru þó að Ævar hafi ekki gefið neitt upp um það.

Það breytir því ekki að Hörður gengur laus og hefur snjallsíma undir höndum sem hann notar til að áreita börn kynferðislega.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“