fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hugrún leitar að eiganda hunds eftir skelfilega árás – „Sýkingin er byrjuð að færast upp í handarbakið“ – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 10:14

Samsett mynd af áverkunum fyrir og eftir meðferð. Myndefni: Faecbook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athugið – Uppfært: Eigandi hundsins er fundinn og aðstoð er óþörf

Hugrún Hreggviðsdóttir vill komast í samband við eiganda dökks boxer-hunds í Neðra-Breiðholt vegna árásar sem hún varð fyrir að morgni 2. nóvember síðastliðinn. Atvikið hefur haft afar slæmar afleiðingar sem engan veginn sér fyrir endann á og hún situr uppi með kostnað af málinu auk heilsutaps.

Hugrún lýsir atvikinu þannig í íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook, en hún þáði boði DV um að greina frá málinu og kalla eftir því að eigandinn gæfi sig fram við hana:

„Þann 2 nóvember var ég að labba með dóttir mína á leikskólann hér í neðra Breiðholti og tók hundinn minn með til að leyfa honum að pissa í leiðinni.

Ég var búin að færa okkur í smá fjarlægð því ég vissi að að 1 árs hundurinn minn á það til að fara í verndarhug og sýna smá urr. Hundur nálgast og minn fer í stellingu og urrar smávægilega. Þegar ég labba og sparka í áttina að mínum hundi til að engin slagsmál yrðu þá stekkur stór boxer á mig, ég tel hann líklegast boxer blöndu því hann var frekar stór meðað við hreinan boxer. Mig minnir að hann hafi verið dökkur.þ

Þarna stend ég öll í blóði, gangstétt öll í blóði og hundurinn minn líka. Eigandinn kíkir á hundinn sinn sem ég skil 100% og ég spyr á ensku og íslensku hvort allt sé í lagi en  eigandinn strunsaði í burtu. Þetta er smátt og smátt að rifjast upp en það sem mig langaði að athuga er hvort einhver kannist við dökkan boxer eða boxerblending, líklegast  var erlend manneskja með hann.“

Árásin er að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Hugrúnu, hún hefur þurft að fara nokkrum sinnum í sýklalyfjagjöf og taugalæknir, smitsjúkdómalæknir, læknir á bráðlyflækningadeild og skurðlæknir eru komnir í málið:
„Það er komin alvarleg sýking sem er verið að reyna ná niður en gengur hægt, sýkingin er byrjuð að færast upp handarbakið. Ég þurfti að fara í aðgerð því sin og taug fóru í sundur og fæ ég líklegast aldrei tilfinningu aftur í þennan putta.

Í guðanna bænum farið varlega í myrkrinu á morgnana, þó ég hafi fært mig ca 5-6 m frá þá gerðist þetta samt. Hundurinn minn getur verið með mikinn dólg en hann hefur ALDREI ráðist á fólk eða meitt neinn. Border collie minn er komin í mikla meðferð því hann er komin með svakalegn kvíð og hræddur að mæta öllum hundum, hvað þá ef þeir nálgast mig.“

„VÍS bætir mér þetta ekki og kostnaður kom mér alveg í mínus,“ segir Hugrún í samtali við DV. Hún leggur áherslu á að hún sé ekki að sækjast eftir vorkunn heldur vill hún komast í samband við eiganda árásarhundsins.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eða ef hundseigandinn sjálfur verður var við þessa frétt, þá má gjarnan hafa samband í gegnum netfangið agustb@dv.is

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni