fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

9 ára drengur lést – Tíu látnir í heildina eftir Astro World tónleikana í Houston

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 05:13

Hér fóru Astro World tónleikarnir fram. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ára drengur lést í gær af völdum áverka sem hann hlaut á Astroworld tónleikum Travis Scott í Houston þann 5. nóvember síðastliðinn. Drengurinn hafði verið meðvitundarlaus síðan harmleikurinn átti sér stað á tónleikunum.

ABC13 segir að drengurinn, Ezra Blount, hafi látist í gær og eru fórnarlömbin þá orðin tíu. Mörg hundruð manns slösuðust þegar mikil ringulreið og örvænting varð á tónleikunum og tróðst fólk undir og klemmdist. Um 50.000 manns voru á staðnum.

Ezra var á tónleikunum með föður sínum, Treston Blount, sem segir að Ezra hafi setið á öxlum hans þegar tónleikarnir byrjuðu og hafi þeir verið mjög aftarlega í mannþrönginni því Treston taldi að þar yrði rólegra. Treston missti meðvitund og Ezra lá á jörðinni á meðan mannhafið ruddist áfram. Hann var strax settur í öndunarvél en innri líffæri hans og heilinn sködduðust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér