Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT
Tveir voru stungnir með hníf í Álaborg á Jótlandi í Danmörku í nótt. Árásin átti sér stað við Ved Strand. Annar aðilinn var stunginn í brjóstið og er í lífshættu. Hinn var stunginn í fótlegg og er ekki í lífshættu.
Lögreglunni barst tilkynning um málið klukkan 04.28 að staðartíma. Fjölmennt lögreglulið er á vettvangi og stóru svæði hefur verið lokað.
Lögreglan hefur ekki viljað upplýsa hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins.
Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn