fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Birkir jafnaði leikjametið í kvöld – ,,Ég hef eiginlega aldrei pælt mikið í þessu“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 22:03

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta er mjög stórt fyrir mig og mína fjölskyldu. Vonandi get ég bara haldið áfram og fengið enn fleiri leiki,“ sagði Birkir Bjarnason við RÚV eftir að hafa jafnað leikjamet Rúnars Kristinssonar með landsliðinu í kvöld.

Birkir lék á miðju Íslands og bar fyrirliðabandið í markalausu jafntefli gegn Rúmeníu í undankeppni HM 2022. Þetta var hans 104. landsleikur.

,,Ég hef eiginlega aldrei pælt mikið í þessu fyrr en maður var rétt að skríða yfir 100 leiki. Þetta hefur aldrei verið neitt markmið eða neitt svoleiðis. En ótrúlegur plús.“

Birki fannst frammistaða Íslands fín en hefði viljað fá þrjú stig.

,,Við sköpum okkur mikið af mjög góðum færum, erum oft mjög nálægt því að skapa færi. Allt í allt var þetta erfiður leikur, erfiður völlur. 1-1 er fínt en ég held að við séum allir svekktir með að ná ekki í þessi þrjú stig.“

,,Við höldum áfram að byggja á það sem við höfum verið að byggja upp í þó nokkurn tíma. Ég held að þetta líti bara vel út upp á framhaldið.“

Mikil kynslóðaskipti hafa orðið í landsliðinu undanfarið. Ungir menn hafa stigið upp á meðan leikmenn gullkynslóðarinnar svokölluðu hafa kvatt. Verandi einn reynslumesti leikmaður liðsins finnur Birkir fyrir pressu en finnst þó mjög gaman að vinna með ungum leikmönnum Íslands.

,,Augljóslega geri ég það. En það eru margir ungir og ótrúlega efnilegir strákar. Þetta eru strákar sem vilja læra og viljugir til að halda áfram og vilja virkilega ná árangri fyrir landsliðið. Það er bara gaman að vera í þessu og hjálpa þeim yngri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Getur gleymt því að spila á EM – Hörmuleg frammistaða og er nú meiddur

Getur gleymt því að spila á EM – Hörmuleg frammistaða og er nú meiddur
433Sport
Í gær

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika
433Sport
Í gær

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum