fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Verðhækkanir eins og á stríðstímum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 07:59

Verðhækkanir og skortur á ýmsum vörum hafa gert vart við sig. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að þær miklu verðhækkanir sem hafa verið á margvíslegri vöru og þjónustu að undanförnu sé eitthvað sem allir séu sammála um að hafi ekki sést áður nema kannski á stríðstímum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir honum að nú séu skrítnir tímar hvað þetta varðar.  Hann sagði að fordæmalausar hækkanir hafi orðið á allri hrávöru, til matvæla- eða iðnaðarframleiðslu, frá því seint á síðasta ári. Við þetta bætist hækkanir á flutningskostnaði sem séu einnig miklar.

Þetta mun að hans sögn leiða til þess að allt viðskiptaumhverfið og þar með almenningur finni fyrir áhrifum þessara verðhækkana. „Þetta hefur óhjákvæmilega áhrif inn í allt efnahagslífið, með tilheyrandi áhrifum á heimili í landinu,“ sagði hann. Hann sagði einnig að samkvæmt því sem Alþjóðabankinn og aðrir greiningaraðilar segi þá muni þetta ástand líklega versna enn frekar áður en það batnar og muni vara fram á vor.

Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ, sagði ástæðu til að hafa áhyggjur af því að verðbólga sé töluð upp, umræða um verðhækkanir á hrávöru geti leitt til verðbólgu og grafið undan peningastefnunni. „Nauðsynlegt er að hafa í huga að hækkun á hrávöruverði á ekki að leiða sjálfkrafa til verðhækkana á vöru og þjónustu,“ sagði hún bætti við að oft sé um tímabundnar sveiflur að ræða og hrávöruverð sé ekki stór hluti af endanlegu verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?