fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Arnar harðneitar þeim gróusögum um að Mikael sé erfiður í samskiptum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 14:15

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Neville Anderson miðjumaður AGF í Danmörku er ekki í landsliðshópi Íslands sem nú er mættur í verkefni. Mikael hefur verið að glíma við meiðsli og má illa við miklu álagi.

Mikael var hálf meiddur í síðasta verkefni og gat ekki beitt sér að fullum krafti. Það var því ákveðið að hann skildi vera hjá félagsliði sínu til að reyna að ná sér góðum.

„Mikael er í veseni með hnéð á sér, ég held að það sé jumpers knee. Það eru bara álagsmeiðsl. Eins og hann var hjá okkur í október og þar gat hann ekki tekið þátt í öllu verkefninu. Hann er lengi að ná sér á milli leikja, við erum með aðra fríska í hópnum sem eru 100 prósent. Það er ástæðan fyrir fjarveru Mikaels,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands á fréttamannafundi í dag.

Anton Brink

Sögusagnir höfðu borið á góma í hlaðvarpsþáttum um að Mikael væri erfiður í samskiptum en Arnar segir það af og frá.

„Mikael er alls ekki erfiður í samskiptum, í rauninni hef ég ekki lent í neinum sem er erfiður í samskiptum. Hann er í raun bara mjög hreinskilinn, það eru ekki rosalega margir sem eru þannig í fótboltanum. Þeir eru aldir upp þannig að það megi ekki segja of mikið, eða að þeir eigi að láta fara lítið fyrir þér,“ sagði Arnar Þór.

Mikael er oft harður í horn að taka á samfélagsmiðlum „Hann er alveg til í að henda í eitt tíst eða færslu á Instagram sem honum finnst, það hefur ekkert með að gera að hann sér erfiður í samskiptum. Hann er heiðarlegur í sínum samskiptum, hann veit hvernig staðan á sínum líkama er og það er gott að menn séu heiðarlegir í sínum samskiptum,“ sagði Arnar.

Mikael neitaði að mæta í eitt verkefni þegar Arnar var U21 þjálfari Íslands en það situr ekki í neinum.

„Þetta var ekki svona einfalt fyrir ári síðan, hann bjóst við að vera í A-landsliðinu og var á þeim stað hjá sínu félagi þá. Það var bara frá þjálfarahliðinni séð, þá get ég ekki verið sammála því að leikmenn séu ekki að koma. Við skiljum oft þeirra hlið, ég heyrði fljótlega í Mikka eftir þetta og þá var því máli bara lokað Það er oft ágætt að vera ekki sammála,“ sagði Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“