fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Eyjan

Flosi kemur starfsfólki Eflingar til varnar – „Við eigum að tala þessa þjónustu upp“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. nóvember 2021 17:30

Flosi Eiríksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Starfsfólk hreyfingarinnar um land allt, hvort sem það er hjá aðildarfélögum SGS eða öðrum stéttarfélögum eiga ekki skilið að gert sé lítið úr þeirra mikilvægu og góðu störfum, nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, í nýrri grein á vefsíðu sambandsins.

Starfsgreinasambandið er stærsta landssambandið innan ASÍ og meðal aðildarfélaga þess er Efling. Eins og alkunna er sögðu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri félagsins, af sér vegna ósættis við starfsfólk sem þau segja að hafi unnið gegn sér, haft uppi óhróður gegn sér og ekki verið tilbúin í raunverulega stéttabaráttu. Í viðtali í Silfrinu á sunnudag sagði Sólveig að fyrrverandi formaður Eflingar og starfsfólk félagsins hefðu hrakið sig úr starfi. Farið hafi verið fram gegn henni með ofsakenndum hætti, fáir hafi orðið fyrir jafn grófum árásum og hún.

Flosi segir í pistli sínum, sem augljóslega er að hluta til skrifaður til stuðnings starfsfólki Eflingar:

„Skrifstofur aðilarfélaga SGS eru mannaðar af fólki sem leggur sig fram um að þjónusta sína félagsmenn af kostgæfni og gæta þeirra réttinda, alla daga, allt árið um kring. Sú þjónusta er eitt þeim hlutverkum sem félagsmenn kunna best að meta og sækja mikið í. Við eigum að tala þessa þjónustu upp, vekja á henni athygli og hvetja fólk til að sækja það sem þau þurfa til sinna félaga og taka þátt í starfi þeirra.“

 

Pistil Flosa má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“