fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Jakob Bjarnar var ekki hrifinn af Kveiksþættinum – „Ég er sammála gagnrýninni sem fram hefur komið að þetta var þunnt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er sammála gagnrýninni sem fram hefur komið að þetta var þunnt, þessi rannsóknarblaðamennska – hvar var hún? Þetta var bara viðtal við Þóri Sæmundsson. Margt sem hann sagði truflaði mig, mér fannst þetta ekki alveg standast allt saman. Eins og það er mikilvægt að við getum farið að taka þessa umræðu af einhverju viti, þá fannst mér þetta ekki endilega vera neitt innlegg í það,“ sagði Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísir.is, er hann fór yfir fréttir vikunnar á Bylgjunni í morgun.

Hringbraut tók saman viðtalið við Jakob. Hann segir að meginspurningu Kveiks-þáttarins hafi ekki verið svarað, nefnilega þessari: Hvenær eiga gerendur að eiga afturkvæmt út í samfélagið?

Jakob Bjarnar hefur verið mjög gagnrýninn á aðferðir og orðræðu margra aktivista sem berjast gegn kynferðisbrotum. Hann segist verða mjög reiður þegar hann er sakaður um að verja níðinga vegna þess að hann gagnrýnir aðferðir hópa á borð við t.d. Öfga: „Það er ekki hægt að fallast á það að þessar aðferðir sem ég nefni, og það að maður vilji gagnrýna þær eða allavega setja spurningarmerki við þær, jafngildi því að þá sé maður farinn að verja níðinga. Þá verð ég bara reiður. Það er ekki hægt að bjóða mér né nokkrum öðrum upp á þetta,“ segir Jakob.

Hann heldur því blákalt fram að aðferðir baráttuhópanna og pólarísering umræðunnar hafi slæm áhrif á baráttuna gegn kynferðisbrotum:

„Þarna er verið að tvískipta hópnum. Við eigum öll að vera saman í því að takast á við þetta. En það er annað hvort „my way or the highway.“ Ef þú gagnrýnir aðferðina, þá ertu á móti markmiðinu. Tilgangurinn helgar ekki meðalið. Þetta er fúndemental atriði í gagnrýnni hugsun. 

Það er ömurlegt þegar verið er að rugla saman tilgangi og meðali. Þegar maður segir „bíddu, þetta er nú kannski ekki alveg eins og Sigurður G. er að gera. Þetta gengur nú ekki alveg upp, að vera úthrópa menn án dóms og laga. Að hann sé þá allt í einu orðinn einhver vildarvinur nauðgara. Mér finnst þetta bara ekki standast lágmarks rökfræðilega skoðun.“

Jakob minnir á að hann og hans fjölskylda hafi ekki farið varhluta af kynferðisbrotum en dóttur hans var nauðgað fyrir nokkrum árum:

„Það sem mér finnst verst, og ég hef ekki farið varhluta af þessum viðbjóði sem eru nauðganir. Ég hef svo sem sagt það áður og ég hef fengið leyfi dóttur minnar til að greina frá því að henni var nauðgað þar sem hún var við nám í Bandaríkjunum. Skelfilegt mál. Við vorum í sárum öll fjölskyldan. Ekki það að ég ætli að fara vorkenna sjálfum mér, en þetta tók mjög á. Ég get alveg sagt ykkur það.

En það sem mér finnst verst, og þá verð ég bara svolítið reiður sko, að mér finnst þessi hópur vera að stórskaða réttindabaráttu gegn nauðgunum. Mér finnst að með þessum látum og afarkostum verið að veita þeim óbermum hreinlega rými og jafnvel í einhverjum tilfellum verið að veita þeim sem þarna hafa verið að fremja þessa ömurlegu glæpi einhvers konar samúð og meðaumkun, meðan við vitum ekki betur.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast