fbpx
Laugardagur 04.október 2025
Eyjan

Stoltenberg segir Kínverja raska valdajafnvæginu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 15:15

Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri NATO. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í gær að aðvörunarljós blikki þessa stundina vegna framferðis Kínverja og Rússa. Hann sagði að það hafi ekki farið framhjá NATO að Kínverjar séu að efla her sinn til muna þessi misserin.

Hann sagði að valdajafnvægið í heiminum væri að breytast, ekki síst vegna þess hversu mikið Kínverjar séu að styrkja sig á hernaðarsviðinu. „Við sjáum þá í Afríku, á norðurheimskautasvæðinu, og við sjáum Kína reyna að ná stjórn á mikilvægum innviðum í Evrópu,“ sagði hann á fréttamannafundi í danska utanríkisráðuneytinu i gær.

Hann sagði að ógnirnar, sem steðja að Vesturlöndum, fari vaxandi. Einræðisstjórnir eflist í sífellu og láti meira að sér kveða.

Hann sagði að ógnirnar séu meðal annars í netheimum og að Kínverjar hafi sett mikið fé í þróun nýrra vopna.

Hann sagði samstarfið við Rússa einnig vera erfitt því landið sé sífellt að troða á nágrannaríkjum sínum og að samband NATO við Rússa hafi ekki verið eins slæmt og það er nú frá lokum kalda stríðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?