fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

„Ég vil klára ferilinn hjá Liverpool“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 23. október 2021 14:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah vill enda ferilinn hjá Liverpool en segir að ákvörðunin sé ekki í sínum höndum.

Salah hefur byrjað tímabilið af krafti fyrir Liverpool en hann á aðeins 20 mánuði eftir af samningnum sínum við félagið. Liverpool eyddi sumrinu í að semja við lykilleikmenn liðsins en ekki hefur tekist að semja við Salah.

Salah gekk til liðs við Liverpool frá Roma í júní 2017 og er goðsögn hjá félaginu og hjálpaði klúbbnum að vinna Meistaradeildina og Ensku úrvalsdeildina. Ljóst er að Liverpool þarf að gera Salah að launahæsta leikmanninum í sögu félagins ef hann á að skrifa undir nýjan samning.

„Ef þú spyrð mig þá myndi ég vilja klára ferilinn hér hjá Liverpool en þetta er ekki í mínum höndum. Það ræðst á því hvað félagið vill gera.“

„Ég sé mig ekki spila á móti Liverpool. Það myndi gera mig afar leiðan. Þetta er erfitt en við bíðum og sjáum hvað gerist,“ sagði Salah við Sky.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Silva aftur heim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar