fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Læknar skikka drottninguna í rúmið – Norður Írlands heimsókn blásin af

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. október 2021 18:30

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabetu Bretlandsdrottningu hefur verið gert að taka því rólega næstu daga og hvíla sig. Er drottningin sögð hafa tekið þessum ráðleggingum lækna „treglega.“ Drottningin fagnaði 95 ára afmælisdegi sínum í apríl síðastliðnum.

Óvanalegt er að drottningin blási af skipulagða viðburði vegna veikinda eða að öðru leyti að læknisráði, þrátt fyrir háan aldur. Í yfirlýsingu sem Buckingham höll sendi frá sér fyrr í dag er drottningin sögð hress en vonsvikin yfir að hafa þurft að blása af ferð sína til Norður Írlands. Ferðin verður vonandi farin síðar, segir höllin í tilkynningunni.

Sérstaklega var tekið fram í tilkynningunni að ekki væri um að ræða Covid tengd veikindi að ræða.

The Washington Post fjallaði fyrr í dag um málið og hafði eftir nafnlausum heimildarmanni innan hallarinnar að þátttaka drottningarinnar í COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow í Skotlandi síðar í október, væri enn á dagskrá. Í síðustu viku náðist hljóðupptaka af drottningunni þar sem hún lýsti yfir óánægju með trega heimsleiðtoga til þess að boða mætingu sína á ráðstefnuna.

Í gær bauð drottningin viðskiptasendinefnd frá Bandaríkjunum í Buckingham höll. Á meðal viðstaddra voru Bill Gates stofnandi Microsoft og John F. Kerry fyrrverandi forsetaframbjóðandi og utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þá hitti drottningin fyrr í þessari viku sendiherra Japans og Evrópusambandsins. Í síðustu viku var drottningin á ferðalagi innanlands er hún skaust til Cardiff til að vera viðstödd setningu velska þingsins.

Drottningin fagnar 70 ára „platínum“ embættisafmæli á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 4 dögum

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta myndir af felustaðnum

Birta myndir af felustaðnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur