fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Martröðin raungerðist í garði manns sem átti sér einskis ills von – „Þetta var hrikalega hryllileg lífsreynsla“

Pressan
Miðvikudaginn 20. október 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá fáheyrði og ógeðfelldi atburður átti sér stað í Bretlandi að flugvél losaði sig við uppsafnaðan úrgang farþega á meðan hún var á lofti. Vegna þessa lenti óheppinn íbúi í því að garður hans varð útataður í mannaúrgang, sem líklega er martröð í hugum margra. Það sem verra var, þá var maðurinn sjálfur úti í garð sínum þennan dag í júlí að njóta sumarsins.

Maðurinn kemur frá Windsor á Bretlandi og eftir þennan óskemmtilega atburð setti hann sig í samband við bæjarstjórn til að kvarta yfir uppákomunni.

Bæjarfulltrúinn Karen Davies lýsir aðstæðum svo að „allur garðurinn“ hafi verið þakinn úrgangi.

„Ég veit að það gerist nokkrum sinnum á ári hverju að frosinn úrgangur er losaður úr flugvélum. En þetta var ekki frosið og allur garðurinn hans var útataður á verulega ógeðfelldan máta.

Maðurinn var úti í garðinum þegar þetta gerðist, svo þetta var hrikalega hryllileg lífsreynsla. Vonandi gerist þetta aldrei aftur fyrir íbúana hér.“

Vanalega er úrgangur geymdur í sérstökum geymum í flugvélum sem er losað úr þegar flugvél hefur lent. En ekki þennan dag í júli.

Einn bæjarfulltrúi telur líklegt að góða veðrið þennan dag hafi gert það að verkum að úrgangurinn var meira fljótandi heldur en venjulega í þessum tilvikum. Líklega séu líkurnar um einn á móti milljarði að verða fyrir mannaskít sem losaður er úr flugvél.

Einn íbúi í nágrenninu hefur bent á að vatnsveitur eru sektaðar um fleiri milljónir ef þær losa úrgang í vatnakerfi. „Þegar flugvél losar þetta ofan á höfðið á fólki þá finnst mér það töluvert verra, ef ég er hreinskilinn.“

Heimild: BBC

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn